Yndislegur dagur að kveldi komin
Hitti loks systkini mín sem búa í Noregi í dag:-)
þar sem þau eru búin að vera í heimsókn á Íslandi í þónokkra daga og fara heim á morgun.
Ég hef ekki séð þau í 3 ár og því var mjög gaman og dásamlegt að hitta snúllurnar í dag, og það það sem gerði daginn enn meira sérstakan var að Jói minn kom með mér en hann hefur ekki hitt þau í rúmlega 10 ár. Því hafði ég öll systkini mér við hlið í dag:-)
nema hana Kötlu systir mína.
Við Jói byrjuðum á því að renna til Keflavíkur þar sem Sif og Bjarki (systkini mín) voru í heimsókn. Þar sem þau höfðu ekkert planað fyrir daginn ákváðum við að fara í bíltúr til Reykjavíkur að fá okkur að borða:-)
Þegar við höfðum borðað ljúffengan hamborgara á Stælnum fórum við í Mosó til að sýna þeim heimkynni mín því þau hafa aldrei komið hingað áður:-)
Að öllu þessu loknu skutlaði ég þeim aftur til Keflavíkur.
Þetta var góður dagur og allt gekk vel.
Takk innilega fyrir notalega og góða samverustund elsku dúllurnar mínar:-)
og góða ferð til Noregs.
Gleðilegt sumar allir saman:-)
Knúsiknús
Sandra
<< Home