Prógramm
Ég hef sko haft nóg fyrir stafni undanfarið.
Alveg nonstop prógramm síðan á föstudagsmorgun, hef rétt komið hér heim til að sofa:-)
Ég hef upplifað svo margt nýtt, skemmtilegt og spennandi og líður alveg hreint meiriháttar vel þessa dagana:-)
Meðal þess sem var á dagskrá hjá mér síðastliðna þrjá daga er eftirfarandi:
# mjög vel heppnað og öflugt kvenna/ungrakvennanámskeið á Vífilstöðum
# danstími (þar sem ég skemmti mér vel, fékk að hreyfa mig og var alveg úr takt við hina:-)
# ferð upp á Völl þar sem fékk einstakt tækifæri til að taka á móti góðum gestum, Evrópuleiðtogum í SGI:-)
# árshátíð nemenda( sem tókst mjög vel, öll börnin stóðu sig eins og hetjur og voru frábær, fullur salur af foreldrum og öðrum góðum áhorfendum, ásamt því að línudansinn okkar kennarana sló í gegn:-)
# fræðandi og frábær fundur með ungmennum og Evrópuleiðtogum í SGI
# kaffiboð og heimsóknir til vina og ættingja :-)
# heimsókn í kirkjugarðinn þar sem ég setti blóm á leiðið hennar ömmu minnar
# vídjógláp og kaffihúsahangs
# flottur og magnaður Kosenrufu fundur í Norræna húsinu sem markaði að sumu leyti nýtt upphaf í SGI á Íslandi. Þar var einnig stórkostleg Gohonson afhending þar sem að sex einstaklingar tóku á móti:-)
Ég held að ég sé ekki að gleyma neinu..
Mér finnst æðislegt að vera til, er þakklát og happy fyrir það hvað ég hef það gott og er full af orku, hamingju og lífsgleði :-)
Gangi ykkur vel í komandi viku
<< Home