Sunday, April 30, 2006

gullkorn og leiðsagnir

er að hugsa um að setja hér inn (helst á hverjum degi) falleg gullkorn um lífið og tilveruna eða leiðsagnir sem við búddistarnir notum mikið á fundum og í daglega lífinu:-)
Leiðsagnirnar eru teknar úr bókinni: Fyrir daginn í dag og morgundaginn (For Today and Tomorrow) eftir Daisaku Ikeda forseta SGI.
Leiðsögnin sem ég set hér inn þarf ekki endilega að vera merkt viðkomandi degi eins og þið sjáið í dag:-)

Leiðsögnin sem þið fáið að heyra í dag er svohljóðandi.

27. janúar 2002
Þýðingarmikið er að skoða atburði og aðstæður í jákvæðu ljósi. Sá styrkur, viska og glaðværð sem fylgir slíku viðhorfi leiðir til hamingju. Að sjá allt í jákvæðu ljósi eða í anda góðvildar þýðir hins vegar ekki að vera heimskulega trúgjarn eða að láta fólk komast upp með að misnota góðvilja okkar. Það táknar að hafa visku og skarpskyggni til að beina þróuninni í jákvæða átt með því að sjá hlutina í björtu ljósi, en beina þó sjónum okkar stöðugt að raunveruleikann.
Ikeda