Sunday, April 09, 2006

fór upp í sveit

að elta gamla geit:--)
Neinei bara smá grín.

Fórum þrjár dömur í sumarbústað í gær við Laugarvatn, og skemmtum okkur konunglega. Stunduðum hugarleikfimi(það stóð í alvöru framan á spurningaspilinu!) drukkum pínulítið af söngvatni sem bætti sko ekki minnið og gáfurnar;-)
hoppuðum í heita pottinn, kjöftuðum og slöppuðum af..
söngur og dans og dillirass:-)
fengum harðsperrur í magann af hlátri;-)
grilluðum pylsur og banana með súkkulaði:-)
bökuðum amerískar pönnukökur með sírópi í morgunmat;-)
hlógum og flissuðum, sváfum út og hlóðum orkuna og fíluðum okkur í botn:-)
Æðislegt að komast aðeins út úr bænum, þó ekki sé nema eina nótt, og hafa kósý nokkar vinkonur saman.
Takk takk Heiður og Valdís fyrir frábæra samverustund :-)
Verður gaman að skoða myndirnar;-)

Jamm ég er komin í páskafrí, jibbýjei
Reyni að nota tækifærið og komast til tannlæknis og láta tékka á stellinu, jafnvel spurning um klippingu.
Svo er ungrakvennafundur í vikunni og að sjálfsögðu verður farið í leikfimi á morgun eða hinn, þýðir ekkert annað en að halda áfram fyrst maður er byrjaður að hreyfa sig,am.k. einu sinni í viku:-)
Læt þetta nægja í bili.
Sandra