Miðvikudagur
Átti gott spjall við góða konu í dag. Við spjölluðum um ýmislegt, komum ákveðnum málum á hreint og fundum góða og ásættanlega lausn fyrir alla aðila. Eftir samtalið er mér létt, en ég er pínulítið döpur en þó mjög ánægð.
Átti gott spjall við góða konu í dag. Við spjölluðum um ýmislegt, komum ákveðnum málum á hreint og fundum góða og ásættanlega lausn fyrir alla aðila. Eftir samtalið er mér létt, en ég er pínulítið döpur en þó mjög ánægð.
komin heim. Þetta gekk allt saman vel. Við sungum 4 lög í messunni og allt í góðu með það. Svo á æfingu á milli messu og tónleika gerðist svolítið skondið atvik. Það voru nokkrir túristar sem sáu að kirkjan var opin, svo að þeir komu inn, fengu sér sæti og hlustuðu á æfinguna og gott ef að þeir voru ekki frítt á tónleikunum líka. Þeir hafa sennilega haldið að við værum kirkjukórinn því við vorum akkúrat að syngja kirkjulegt lag þegar þeir komu. Við hlógum mikið að þessu:-)
í tónleika. Komin í búninginn, með fínasta glingur í eyrum og á hálsi og vel puntuð í framan:-)
þá er helgarhreingerningin búin. Ryksuga, skúra, þurrka rykið og lofta út.
að vandræðast með að rifja upp almenn brot því krakkarnir eru að byrja að læra um þau. Mér fannst almenn brot alltaf leiðinleg í barnaskóla og ekki eru þau skemmtilegri núna, og mikið rosalega er maður fljótur að gleyma því sem er leiðinlegt. Æji, ég þoli ekki hvað ég er stundum léleg í stærðfræði:-(
nýju framrúðuna í dag. Þetta er allt annað líf:-)
dagur á enda runnin. Hún Heba mín sem býr í Finnlandi en er í heimsókn á Ísalandi ásamt honum Petri sínum hringdi í mig í gærkvöldi og við mæltum okkur mót í dag. Ég renndi eftir þeim um hádegið og þaðan lá leiðin á eitt af kaffihúsum í miðbæ Reykjavíkur þar sem við fengum okkur gómsætar veitingar og spölluðum heilmikið. Að lokum kíktum við í Kolaportið og hittum þar óvænt vinkonu okkar.
ágætis dagur að baki. Eftir að kennslu og vinnufundum lauk brunuðum ég og vinkona mín og samkennari niður í Kennó á skemmtilegan og fræðandi fyrirlestur um m.a. notkun Egilssögu í kennslu, bókmennta og íslenskukennslu. Með því að fara á fyrirlesturinn söfnuðum við okkur nokkrum punktum í símenntun. Eftir allt þetta dreif ég mig heim og lagði mig í smástund áður en ég tók mig til fyrir kaffihúsaferð til að hitta vinkonur mínar úr Ármúla. Við áttum notalega stund saman,drukkum kaffi og kakó og skipilögðum innflutningspartýið. Takk fyrir kvöldið gellur:-)
Held það sé komin tími til að panta pláss á elliheimilinu. Ég á nefnilega 15 ára fermingarafmæli í dag!!
Þá er maður orðin svo frægur að hafa látið sjá sig á hinum margumtalaða Hverfisbar og þarf ekki að prófa það aftur. Stemmingin var einhvern veginn svona: Framhaldsskólaball með teknó/vangadans svefntónlist á gólfrými sem á víst að kallast dansgólf en það var næstum engin að dansa heldur stóð fólk í stórum hópum á spjalli eða labbaði í gengum þvöguna upp og niður, inn og út af staðnum. Já og ekki má gleyma "flotta" klósettinu sem ég rambaði á þar sem var gólfið var rennandi blautt af einhverju sem ég vil ekki vita hvað var, með bjórdósum og sígarettustubbum liggjandi í bleytunni, en hvorki með vaski né spegli. Umm mjög smart. Þetta var ekki alveg að virka a.m.k. ekki fyrir mig.
í góðum gír núna. Ég horfði á myndina Purple rain með Prince í gær, mynd síðan 1984 og ég mæli með henni. Ég er nú ekki mikill Prince aðdáandi en þetta var flott mynd, mannleg, svolítið hallærisleg á köflum en mjög flott tónlist og kröftug tónlistaratriði.
Eitt gott pirringsöskur
enn ein vikan á enda runnin. Ég er nokkuð ánægð með mig og nemendur mína eftir þessa vinnuviku því yfir heildina hafa dagarnir gengið frekar vel og þetta er allt að koma eins og maðurinn sagði.
í dag fór ég í smá ferðalag. Þegar ég kom út í morgun um kl 7:30 þurfti ég að byrja á því að skafa bílinn og losa frosnu rúðuþurrkurnar. Leið mín lá til Skálholts og fór ég því yfir Hellisheiði þar sem blautur snjórinn lá yfir á löngum kafla. Það er eitthvað mikið vera að vinna þar og voru margir vörubílar og trukkar fyrir framan mig og þurrkurnar höfðu ekki undan að bægja frá drullu og bleytu sem þeir spýttu frá sér á rúðuna hjá mér. Ég kom á staðinn rétt fyrir 10 og það snjóaði mikið þegar ég kom. Ég er búin að syngja mikið í allan dag á góðri og gagnlegri æfingu. Svo var æfingin búin um fimmleytið og þá var haldið heim á leið í glampandi sólskini og hita og snjóleysi á götunum. Þar sem ég var á litlu ferðalagi og í góðum fíling kom ég að sjálfsögðu við í Eden og fékk mér kaffi og samloku. Svo datt mér í hug að prófa að gamni að fara Þrengslin í fyrsta skipti. Ég var svo komin heim um sjöleytið. Það er alltaf gaman að fara í svona æfingabúðir í góðra manna hópi og kíkja aðeins út fyrir bæinn. En þetta veðurfar á Ísalandi er alltaf gott efni í brandara.