jamm
nú hefur því miður komið bakslag undanfarna daga í baráttunni við Covid hér á landi;-(
Það eru komin 29 innanlandssmit og 10 ný virk smit frá landamæraskimun..
Núna eru 39 manns eru í einangrun, 1 á sjúkrahúsi og 215 manns í sóttkví...
og það er komin upp hópsýking á Akranesi.
Einhverjir smituðust á íþróttamótum, sumir frá einstaklingum sem voru að koma frá útlöndum og enn aðrir innanlands og það er verið að leita af smitberum og tenglsum á milli þesssara smita...
Uppsafnaður fjöldi smita frá 15. júni erlendis frá skiptast þannig að 23 eru með virk smit, 2 eru að bíða eftir niðurstöðu og 96 voru með gömul smit og mótefni gegn veirunni...
Á hádegi á morgun taka gildi hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19
sem nær frá og með 31. júlí 2020 og gildir til 13. ágúst 2020.
Stjórnvöld endurmeta þörf á takmörkuninni eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistíma hennar. Takmörkun á samkomum tekur til landsins alls.
Ákvörðunin er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt. Hertar aðgerðir fela meðal annars í sér:
• Takmörkun á fjölda sem kemur saman miðast við 100 einstaklinga. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin.
• Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi verði viðhöfð sú regla að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga.
• Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga er krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur.
• Vinnustaðir, opinberar byggingar, verslanir og þjónustufyrirtæki sem eru opin almenningi skipuleggi starfsemi sína í samræmi við ofangreint og tryggi að ekki séu fleiri en 100 einstaklingar í sama rými og að í minni rýmum séu ekki fleiri en svo að hægt sé að tryggja 2 metra fjarlægð milli einstaklinga.
• Verslanir, opinberar byggingar og þjónustufyrirtæki sem eru opin almenningi tryggi aðgang að handsótthreinsi fyrir almenning og starfsmenn við innganga og í grennd við yfirborð sem margir snerta s.s. snertiskjái og afgreiðslukassa, sinni vel þrifum og sótthreinsun yfirborða eins oft og unnt er og minni almenning og starfsmenn á einstaklingsbundnar sóttvarnir með merkingum og skiltum.
• Sundlaugar og veitingastaðir tryggi að gestir geti haft 2 metra bil á milli sín í öllum rýmum með fjöldatakmörkun í samræmi við stærð hvers rýmis.
• Sóttvarnalæknir leggur til að starfsemi sem í eðli sínu felur í sér að gestir noti sameiginlegan búnað s.s. íþróttastarf, líkamsræktarstöðvar, spilakassar og spilasalir geri hlé á starfsemi eða sótthreinsi slíkan búnað milli notenda.
• Sóttvarnalæknir leggur til að söfn, skemmtistaðir og aðrir opinberir staðir geri hlé á starfsemi sé ekki hægt að tryggja að farið sé eftir fjöldatakmörkun eða að bil milli ótengdra aðila sé yfir 2 metrum.
Aðgerðir á landamærum
Notkun tvöfaldrar sýnatöku, við komu og á degi 4-6 hefur verið útvíkkuð. Allir sem til landsins koma frá áhættusvæðum og dvelja hér 10 daga eða lengur fara í fyrri sýnatöku á landamærum og viðhafa í kjölfarið heimkomusmitgát þar til niðurstaða fæst úr seinni sýnatöku.
Þessu til viðbótar hefur Landspítalinn tekið upp hættustig og verða heimsóknir mjög takmarkaðar á spítalanum, á sambýlum og elli-og hjúkrunarheimilum.
Það er líka byrjað að skima handahófskennt á höfuðborgasvæðinu og á Akranesi, þar sem hver sem er getur átt von á því að fá boð í skimun/sýnatöku. Þetta er gert til að sjá hversu útbreitt innanlandssmitið er og verið að leita af þeim sem hafa sýkst jafnvel án þess að vita það..
Einnig hafa verið gefin út tilmæli um að fólk safnist ekki saman í útilegum og jafnvel fresti þeim ásamt því að íþróttaviðburðum fullorðina verði frestað.
Það er að sjálfsögðu búið að aflýsa fullt af bæjarhátíðum, tónleikum, skemmtunum og viðburðum út af ástandinu..
Jamm, það er verslunamannahelgi framundan og margir á faraldsfæti en vonandi verður fólk bara sem mest heima, en það er betra að grípa inní strax áður en ástandið versnar...
og áður en skólastarfið byrjar því það verður nú eitthvað ef það þarf að herða reglur enn frekar þegar það hefst...
Meira síðar...
Sandra