Thursday, July 23, 2020

Síðastliðinn

þriðjudag fórum við Mosóbúarnir í bíltúr um Hvalfjörðinn:-)
Kíktum á skrýtin stein sem heitir Steðji og var gamall áningastaður áður fyrr..

Svo stoppuðum við í Hvítanesi þar sem herinn hafði aðstöðu í stríðinu og má þar sjá m.a. rústir af gamla bænum sem stóð þarna, herbyrgi sem stendur enn nokkuð heilt, gamla bryggju sem er hrunin og húsgrunna þar sem braggarnir stóðu.
Hef aldrei komið þarna áður og það var gaman að sjá þennan stað:-)

Jói, Gunni, Birgir og Gunnar lögðu af stað í dag í nokkra daga strákaferð. 
Þeir leigðu sér stóran húsbíl með öllu inniföldu og voru litlu drengirnir orðnir frekar spenntir fyrir ferðinni :-)


Ég og mamma ætlum að fara á morgun í smá ferðalag um Snæfellsnes:-)

Nú er aðeins búið að breyta framsetningu um tölulegar upplýsingar um veiruna á covid og eru nú eingöngu birtar tölur um staðfest smit, þá sem hafa veikst eða eru veikir en ekki teknar með tölur um gömul smit eins og áður og því lækkar heildartalan...
Einnig verður sú breyting eftir helgi að nýjar tölur verða ekki birtar á hverjum degi eins og nú er, heldur bara á þriðjudögum og föstudögum..

Þetta er heildartölur frá 28. febrúar 2020.
Staðfest smit 1841, batnað 1823, í einangrun 8, í stóttkví 78,  lokið sóttkví 23.008, 0 á sjúkrahúsi og gjörgæslu, 10 hafa látist, það hafa verið tekin 50.290 sýni á landamærum og 68.813 sýni hafa verið tekin innanlands og nýgengi er 2,2(virk smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa).

Frá 15. júni þegar rýmkaðar voru reglur um opnun landamæra og skimum á landamærum var tekin upp hafa  komið upp 11 innanlandssmit, en ekki hefur komið upp nýtt innanlandssmit síðan 2 júlí..
 Það hafa komið upp 20 virk smit erlendis frá, þ.e. jákvæð sýni á landamærum, og 93 gömul og óvirk smit þar sem viðkomandi er með mótefni hafa fundist í landamæraskimun...

Jamm, svona er Ísland í dag...
Fleiri fréttir síðar....