Monday, July 13, 2020

það

er búið að vera mjög gott veður undanfarna daga, sól, 15-20 stiga hiti og lítill vindur:-)
en nú er útlit fyrir rigningu næstu daga...
Ég hef farið aðeins í gönguferðir í þessu sumarveðri, bæði hér í nágrenninu og líka aðeins lengra í burtu...
2. júli fór ég í smá gönguferð í Úlfarsáfelli í flott veðri:-)

5. júlí fórum ég og Gunni á Þingvelli, langt síðan við höfum komið þangað.
Það er mikið búið að breytast aðstaðan á þessu svæði, nú kostar 750 að leggja í bílastæði, það eru 3-4 stór bílastæðaplön, bæði fyrir ofan og neðan Almannagjá, búið að byggja útsýnispall, klósett, þjónustumiðstöð og veitingaskála og búið að girða af mestallan gróður meðan göngustígum.
En það er bara fínt að vernda svæðið fyrir ágangi og hafa fína aðstöðu...
Það var slatti af fólki á svæðinu, bæði íslenskir og erlendir túristar...

Við lögðum fyrir ofan gjánna, hjá Hakinu þar sem þessi útsýnispallur er...
gengum svo niður Almannagjá,  fórum svo á neðra svæðið, kíktum á Peningagjá og svæðið í kringum kirkjuna, sáum grafreit Einars Benediktssonar og Jónasar Hallgrímssonar..
og gengum svo til baka upp gjánna:-)

Áttum góða samverustund í geggjuðu veðri, sól, 20 stiga hiti, smá gola og fín hreyfing á flottum stað :-)

Í gær var haldið upp á 5 ára afmæli Birgis:-)

Byrjuðum daginn á því að fara út að borða á Fabrikkunni;
Jói, Katrín, Gunnar, Birgir, ég, mamma, Gunni, Björn, Heiða, Alexander og Ársól, alls 11 manns...
Birgir fékk óskalag og afmælisís í boði hússins:-)
Síðan var haldið í Ásgarðinn þar sem tók við smá kaffiboð, kaka og afmælispakkastuð:-)
 Birgir var ánægður með daginn og fékk fullt af dóti; fjarstýrðan bíl, hlaupahjól, hjálm og hlífðarbúnað, bangsa, joggingheilgalla, risaeðlulita-og þrautabók, spil, segulkubba, bolta og ofurhetjukall:-)
Gunnar fékk líka nokkrar gjafir, handklæði, bangsa, pening og stuttermabol:-)
Fín samverustund þennan dag:-)

Fór með bílinn minn í gærkvöldi á verkstæði til að láta endurryðverja hann, ákvað að gera það núna, enda komin tími til..
Þetta er alryðvörn, þ.e. undirvagn og inn í allar hurðar..
Fæ hann seinnipartinn á morgun:-)

Nýjustu fréttir af veirunni:
Það virðist vera lítið um innanlandssmit sem er frábært, einhver smit ný og gömul greinast á landamærum, en fólk er sent í sóttkví og einangrun.

Í dag tóku nýjar reglur gildi, svokallað heimkomusmitgátt..
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, að tillögu sóttvarnarlæknis, að frá og með 13. júlí nk. skuli þeir sem eru búsettir hér á landi eða eru íslenskir ríkisborgarar og hafa valið að fara í sýnatöku við komuna til landsins viðhafa svokallaða heimkomusmitgát í fimm daga eða þar til niðurstöður úr síðari sýnatöku liggja fyrir. Er þetta gert til að minnka líkurnar á að röng niðurstaða á prófi á landamærum geti leitt til stærri hópsmita á Íslandi.

Tölur dagsins af covid.is:
í einangrun: 15 manns og í sóttkví eru 77 manns.
Frá 28. febrúar eru 1900 staðfest smit og 1871 manns er batnað, 0 á sjúkrahúsi, það hafa verið tekin 67.866 sýni innanlands og  22.941 einstaklingar hafa lokið sóttkví.

Frá 15. júni, hafa verið tekin 34.864 sýni á landamærum og af þeim hafa 12 manns verið með virkt smit, 64 manns með mótefni og 3 einstaklingar bíða eftir niðurstöðum úr skimun...

Jamm, svona er nú staðan í dag....
Er að hugsa um að fara í smá gönguferð á eftir í sól og sumaryl:-)
Eigið góða viku..
Sandra í sumarfríi..