Ferðalag
Ég og mamma fórum Snæfellsneshringinn um helgina:-)
Ég hef ekki komið á þær slóðir í 30 ár og það var gaman að sjá og upplifa þetta fallega og fjölbreytta landslag:-)
Við lögðum af stað um eittleytið á föstudaginn í góðu veðri, sól og litlum vindi..
Stoppuðum í Borgarnesi, fengum okkur orlyfisk og franskar á Grillhúsinu og tókum bensín..
Keyrðum svo áfram og tókum klósettpásu í gestastofu Snæfellsness..
Skömmu síðar komum við að Vegamótum sem heitir núna Hótel Rjúkandi, fórum þar inn og fengum okkur kaffi og köku:-)
Síðan héldum við áfram sem leið lá og fórum sunnanvert nesið og fyrir jökul:-)
Það var stoppað á Búðum, keyrt niður að Arnarstapa og að lokum kíktum við á Hellna:-)
Um það leyti var komin aðeins meiri vindur en það hélst þurrt þar til seint um kvöldið..
Þar eiga Steingerður og Árni hús sem stendur við sjóinn og fengum við góðar móttökur, kvöldmat og gistingu:-)
Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem í heimsókn til þeirra á þennan stað..
Steingerður og Árni keyptu gamla skemmu sem er rétt hjá húsinu og eru að gera hana upp og í portinu við skemmuna er listasýning..
Tókum því rólega um kvöldið, horfðum á sjónvarpið og spjölluðum...
Vaknaði morguninn eftir og þá var veðrið orðið aðeins verra, skýjað, smá rigning og þónokkur vindur...
Fór í stuttan göngutúr í rokinu og tók nokkrar myndir..
Eftir hádegið fórum við í skoðunarferð um listasýninguna og skemmuna og síðan fórum við
öll í bíltúr um nágrennið, sáum Öndverðanes, Rif og Ólafsvík og enduðum svo á því að fá okkur kaffi og kökur á kaffihúsinu Gilbakka á Hellissandi:-)
Borðuðum kvöldmat og svo voru rólegheit fram eftir kvöldinu....
Í gærmorgun vaknaði ég snemma og fór í skoðunarferð um bæinn með Steingerði og Mola og tók fleiri myndir:-)
Eftir hádegskaffið fórum við að hugsa okkur til hreyfings enda veðrið búið að lagast mikið og lögðum við af stað um 13:30.
Keyrðum norðurleiðina, renndum í gegnum Grundarfjörð og fórum svo til Stykkishólms:-)
Komum aðeins við í bakarínu og keyptum kaffi...
fórum skoðunarferð um bæinn, keyrðum svo til baka, fórum Vatnaleið, komum við á Vegamótum í kaffi og köku og vorum þá komnar hringinn:-)
Komum í bæinn um sexleytið, þreyttar og ánægðar með skemmtilega ferð og góðar samverustundir:-)
Í dag kíkti ég í Costco, keypti smávegis, kom svo við á þvottaplaninu og skolaði dauðu flugurnar, fuglaskítinn og sjósaltið af bílnum...
Jamm, fín helgi að baki og gott að komast aðeins í sveitina...
nóg í bili..
Sandra lúna...
<< Home