Á mánudaginn
var mjög gott veður, sól og 20 stiga hiti:-)
Ég ákvað að fara í smá ferðalag út fyrir bæinn, byrjaði á að fara Hellisheiðina og beygði svo inn á Þrengslin í áttina að Þorlákshöfn.
Fór ekki alla leiðina þangað, heldur keyrði til Eyrarbakka, settist þar aðeins í fjöruna og horfði út á sjóinn:-)
Fór svo yfir á Stokkseyri, keyrði um bæinn, tók myndir af Þuríðarbúð og fékk mér svo að borða í Skálanum fínasta orlyfisk og franskar...
Frá Stokkseyri lá leiðin til Selfoss, síðan tók Hellisheiðin við og svo endaði ég ferðalagið á að fara Hafravatnsleið heim í Mosó, fínasti bíltúr í góðu veðri:-)
Tók nokkrar myndir á leiðinni sem má sjá á myndasíðunni:-)
Í gær fórum ég og mamma í fataleiðangur í Kringlunni og keypti hún sér kjóla og leggings:-)
Á leiðinni heim fengum við okkur að borða á Grillhúsi Guðmundar og vorum við einu kúnnarnir á staðnum...
Í dag fór ég á hárgreiðslustofuna og fékk mér fína sumarklippingu, settum lit í rót og tókum vel af lubbanum:-)
Kom svo aðeins við í búð, kíkti til mömmu í kaffi og þegar ég kom heim var komin sól svo ég ákvað að fara yfir götuna í sundlaugina, hlammaði mér í nuddpottinn og lét buna vel á bakið og axlirnar:-)
Jamm, það er yndislegt að vera í sumarfríi:-)
En að máli málanna þessa dagana....
Síðan 15. júní þegar landið var opnað meira fyrir túristum hafa greinst um 10-12 ný virk smit í samfélaginu, þar af 5-6 innanlandssmit og af þeim er eitt 3. stigs smit;-(
Það hafa fundist fleiri smit en það eru svokölluð gömul smit sem þýðir að viðkomandi smitar ekki lengur....
Í þessum hópi sem er með virkt smit innanlands má m.a. finna verkstjóra í unglingavinnunni, starfsmenn í ráðuneyti og leikmenn í íslenskum karla- og kvennafótboltaliðum...
Það hafa rúmlega 400 manns verið sendir í sóttkví um allt land vegna þessara smita því landsmenn hafa stærra tengslanet en erlendir ferðamenn og veiran er fljót að breiðast út..
Þessi smit finnast ekki öll við skimum á landamærum(neikvætt sýni), heldur koma fram eftir nokkra daga og þá er viðkomandi jafnvel búin að hitta fjölda manns áður en hann fer aftur í skimun og í framhaldi í einangrun eða sóttkví..
En það er margt reynt til að sporna við þessu og nú er sóttvarnarlæknir að útbúa tillögur um að herða reglurnar aftur.
Til að byrja með beinast þær að Íslendingum sem koma heim og einnig þeim sem búa á Íslandi með því að skima á landamærum, senda svo fólk í 4-5 daga sóttkví og svo aftur í skimun...
Þetta er ekki komið í gagnið en stefnt er á að koma því á fljótlega....
Ennfremur átti að slaka á samkomubanni um miðjan júlí þannig að 2000 manns máttu koma saman í stað 500 eins og nú er, en það er búið að hætta við það....
Einnig er starfsfólk á heilsugæslustöðvum hvatt til að taka fleiri sýni hjá fólki til að sjá hvort smitum í samfélaginu sé að fjölga....
Nýjustu tölur af covid.is:
11 einstaklingar eru í einangrun, 434 manns er í sóttkví, 1847 staðfest smit, 1823 er batnað, 0 á sjúkrahúsi, 22.507 hafa lokið sóttkví, 65.897 sýni hafa verið tekin innanlands og 15.197 sýni hafa verið tekin í landamæraskimun....
Fleiri fréttir síðar...
Ætla að leggjast núna í sófann og glápa á kellingaþátt:-)
<< Home