Monday, September 29, 2008

p.s

það sem ég vildi sagt hafa í framhaldi af síðustu færslu er að ég teldi heppilegra að hafa sérstaka barna/fjölskyldusýningu á þessari mynd, fyrr um daginn þar sem ekki kæmi áfengi við sögu, og að háttatími/útivistartími barna væri virtur..
En það er ekki mitt að dæma, vildi bara segja mína skoðun;-)

Hæ, hæ

jú ég er á lífi, er bara að drukkna í skólaverkefni þessa dagana og er á fullu að vinna í verkefninu, því að skilafresturinn nálgast eins og óð fluga;-0
Hef því varla farið út úr húsi eftir að ég kem heim úr vinnunni...
en komst þó á frábæran umræðufund í hverfinu mínu á fimmtudagskvöldið:-)

Fór líka í bíó á laugardagskvöldið og var það frekar undarleg, en skemmtileg lífsreynsla sem reyndi á andlegu hliðina:-??

Jú, þannig var að við stelpurnar vorum búnar að kaupa miða á Mamma mía singalong(syngja með á Abbamyndinni Mamma mía). Það var nú komin smá tilhlökkun í mína, jafnvel þó mér finnist myndin ekkert spes, þá var þetta dálítið öðruvísi, góð lög, og syngja og dansa með:-)
og þar að auki í stóra salnum í Háskólabíó(erum að tala um 1000 manns eða svo)enda kostaði miðinn 1200 kall...

Nú, jæja, þetta var semsagt klukkan 20:00 á laugardagskveldi og auglýst var að barinn yrði opinn(ekki það að ég drekk ekki í bíó),og aldurstakmark var 18 ár(nema í fylgd með fullorðnum) og ég var farin að sjá fyrir mér svona fullorðinsviðburð, þið skiljið...
Við mætum í húsið og það fyrsta sem grípur augað er mikill fjöldi af ungum börnum allt niður í 4-5 ára!
Nú jæja, ekki var það neitt sérlega pirrandi, við förum inn í sal og finnum góð sæti og byrjum að grínast, en þá sest við hlið mér nemdandi úr fyrrverandi skólanum sem ég var að vinna...
Við það fór heilinn á mér í lás og ég fór beint í kennarahlutverkið;-(
Svo hitti ég aðra fyrrverandi nemendur og ekki batnaði ástandið...
Nú, svona var ég í nokkurn tíma, var settleg og róleg og fylgdist með hinum standa upp og syngja með...
Svo náði ég mér út úr þessu og fór að syngja og dansa með, en var samt mjög róleg...
En þetta var nú samt ágætis bíóferð.

Að öðru leyti er ekkert að frétta, bara læra og vinna, allt annað verður að bíða fram á fimmtudag, en þá ætla ég að fara á fræðslufund:-)

Læt þetta nægja í bili, bið að heilsa og vona að allir séu ánægðir og hamingjusamir:-)

Enda á leiðsögn frá Ikeda:
29.september

Trú, sem við fyrstu sýn gæti litið út fyrir að vera veik, er í raun kraftmesta afl í veröldinni. Margt fólk setur upp grímu þess sterka, en sannur styrkur hefur ekkert með ytra útlit að gera. Þvert á móti, komumst við oft að raun um að því veikari sem einstaklingur er því meira sýndarhugrekki sýnir hann út á við.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Sunday, September 21, 2008

Búin

að vera lasmus síðan á miðvikudagskvöld;-(
Var heima á fimmtudag og föstudag, en þetta er nú allt að koma.
Ágætt að taka út veikindin núna þar sem þetta er hvort sem er að ganga..
En fer í vinnuna á morgun..

Hef verið að kíkja á lesefnið og reyna að vinna í verkefninu.
Gengur hægt en þetta kemur allt á endanum;-)
Svo byrjar þátturinn Dagvaktin loksins í kvöld og ég bíð spennt:-)

Svo vil ég óska öllum til hamingju með daginn, en í dag er hinn alþjóðlegi dagur friðar:-)

Jamm, læt þetta nægja í bili.
Vona að ykkur gangi vel á öllum sviðum lífs ykkar og séuð hamingjusöm:-)
Hópknús
Sandra

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda sem fjallar um markmið.
20.september

Þegar markmið þín breytast þá mun allt annað byrja að stefna í þá átt sem þú þráir. Á þeirri stundu sem þú ákveður að vera sigurvegari, mun hver taug og fruma í líkama þínum taka stefnuna í átt að velgengni þinni. Á hinn bóginn ef þú hugsar “þetta á aldrei eftir að ganga upp,” þá munu á þeirri stundu allar frumur líkama þíns gefast upp og taka stefnuna niður á við.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, September 16, 2008

Nám

Þessa dagana er ég að einbeita mér að náminu..
Fór á sunnudagskvöldið á fund í sambandi við fræðsluprófið í búddismanum og svo í gær kom ég heim strax eftir kennslu því vinkona mín var að koma til mín. Við sátum hér og veltum fyrir okkur ýmsu í sambandi við námskeiðið í KHÍ, hlustuðum á fyrirlestra, prentuðum út glósur og spjölluðum um hvað við ættum að taka fyrir í hópaverkefninu...
Svo í gærkvöldi sat ég og las og þýddi texta fyrir einstaklingsverkefnið sem á að skila bráðum. Í dag kom ég svo heim eftir vinnu, hvíldi mig, fór til mömmu og rabbaði við Jóa sem kíkti hingað stutta stund í dag:-)
Í kvöld hef ég svo reynt að halda áfram að læra;-)

Margt af þessu námsefni er frekar nýtt fyrir mér, ýmsar kenningar og fræðimenn sem ég hef ekki lesið um áður, en það er bara áskorun og gaman að læra eitthvað nýtt, en svo koma fyrir kunnuleg nöfn inn á milli...
Þetta er samt sumt frekar tyrfið, einkum því lesefnið er meira og minna á ensku, og ný hugtök og hugmyndir sem þarf að reyna að átta sig á...
Námskeiðið fjallar um heimspeki í félagsfræði og menntun....

En nú er bara að halda áfram;-)

Vona að þið eigið góða daga og að ykkur líði vel...
Knús og kossar
Sandra

Vil enda á leiðsögn gærdagsins sem fjallar um að ná árangri:

15.september

Ég vona að hvert ykkar nái árangri í því sem þið takið ykkur fyrir hendur, og að þið gerið ykkur grein fyrir að að góður árangur næst ekki ef gefist er upp á miðri leið, heldur með því að hvika hvergi í að fylgja þeim vegi sem hvert og eitt ykkar hefur hefur valið sér. Og áfram á þessum sömu nótum, það er líka mikilvægt að þú gerir þér ljóst að að vinnustaður þinn er staður þar sem þú mótar persónuleika þinn og eykur vöxt þinn sem manneskja. Í víðara samhengi, þá er það staður fyrir búddíska iðkun, staður til að iðka og dýpka trú þína. Þegar þú skoðar málið frá þessu sjónarmiði, munu allar umkvartanir þínar hverfa. Enginn er aumkunarverðari en sá sem kvartar stöðugt.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Saturday, September 13, 2008

Vildi

bara minna okkur á þennan fallega texta:

Þetta ætti sennilega að vera límt á spegilinn á baðinu
hjá þér þar sem þú getur lesið þetta á hverjum degi. Þú
gerir þér kannski ekki grein fyrir því en þetta er satt!

1. Það eru að minnsta kosti tvær manneskjur í þessum heimi sem þú myndir deyja fyrir.

2. Það eru að minnsta kosti 15 manns í þessum heimi sem elska þig á einhvern hátt.

3. Eina ástæðan fyrir því að einhver hati þig er að viðkomandi vill vera eins og þú.

4. Bros frá þér getur fært einhverjum hamingju, jafnvel þótt viðkomandi líki ekki við þig.

5. Á hverju kvöldi, hugsar EINHVER til þín áður en viðkomandi fer að sofa.

6. Þú ert himinn og jörð hjá einhverjum.

7. Þú ert einstök/einstakur og sérstök/sérstakur í þessum heimi

8. Einhver sem þú þekkir ekki elskar þig.

9. Jafnvel þegar þú klúðrar málunum verður eitthvað gott úr því.

10. Þegar þér finnst heimurinn hafa snúið í þig baki, líttu aftur á.

11. Mundu alltaf eftir hrósum sem þú færð. Gleymdu dónalegum hreitum.

færsla

nr. 430:-)
Jamm hef skrifað um margt og mikið hér og gaman er oft að fletta til baka og lesa gömul skrif:-)

Vorum með foreldrakynningu um daginn og gekk það eins og sögu, ég í stuði að segja frá starfi vetrarins, kynna námsefni og segja frá duglegu og áhugasömu börnunum sem eru í bekknum mínum:-)
Foreldrar sáttir og engin kvörtun komin = góð samskipti við foreldra og börn...

Var valkyrja í morgun, gott og gefandi og flestir meðlimir í góðum gír eftir frábæra námskeiðið okkar:-)
en þó voru nokkrir sem leið ekki nógu vel;-(
En í þeim aðstæðum reynir maður bara að vera til staðar, hlusta og styðja viðkomandi...

Nú er skólinn byrjaður og þarf ég nú að fara að setja mig í lestrargírinn, en er samt eiginlega að bíða eftir fyrsta verkefninu til að komast í gang;-/

Við stefnum á að fara í bíó í kvöld, Mosóbúarnir;-)

Annars er allt í rútínu og gengur eins og smurt, og ekkert sérstakt að frétta,
hátt lífsástand, róleg og í jafnvægi:-)
Heyrumst síðar...
Sandra

Leiðsögn dagins

13.september

Virkni bæði “djöfla” og “búdda” er til innra með okkur. Að lokum er barátta okkar alltaf við okkur sjálf. Hvort sem það er okkar búddíska iðkun eða það sem við erum að gera í þjóðfélaginu, eða í sögulegum skilningi, pólitísk eða efnahagsleg framvinda, þá er baráttan í eðli sínu alltaf milli jákvæðra og neikvæðra afla.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Thursday, September 04, 2008

er

að pakka niður fyrir búddistanámskeiðið sem verður nú um helgina:-)
Hlakka mikið til...
Fer svo á fund á eftir...

Annars er frekar lítið að frétta.
Vinnan gengur mjög vel, ég er í einum áfanga í skólanum og er að byrja að lesa fyrir það, og svo er ég líka að undirbúa mig fyrir fræðsluprófið í búddismanum;-)
Svo að allt gengur sinn vanagang...

Hef ekki meira að segja í bili..
sandra

Leiðsögn frá Ikeda:
27.ágúst

Það er mikilvægt að halda áfram að vinna fyrir kosen-rufu allt til enda. Í hvaða ferðalagi sem er getum við ekki vonast til að ná á áfangastað ef við stoppum þegar við erum hálfnuð þangað. Á sama hátt, ef við höfum verið nógu gæfusöm til að kynnast
Búddismanum og leggja af stað í hina óviðjafnanlegu ferð sem Búddisminn er, en stoppum samt á miðri leið, þá er allt sem við höfum lagt á okkur unnið fyrir gíg.