færsla
nr. 430:-)
Jamm hef skrifað um margt og mikið hér og gaman er oft að fletta til baka og lesa gömul skrif:-)
Vorum með foreldrakynningu um daginn og gekk það eins og sögu, ég í stuði að segja frá starfi vetrarins, kynna námsefni og segja frá duglegu og áhugasömu börnunum sem eru í bekknum mínum:-)
Foreldrar sáttir og engin kvörtun komin = góð samskipti við foreldra og börn...
Var valkyrja í morgun, gott og gefandi og flestir meðlimir í góðum gír eftir frábæra námskeiðið okkar:-)
en þó voru nokkrir sem leið ekki nógu vel;-(
En í þeim aðstæðum reynir maður bara að vera til staðar, hlusta og styðja viðkomandi...
Nú er skólinn byrjaður og þarf ég nú að fara að setja mig í lestrargírinn, en er samt eiginlega að bíða eftir fyrsta verkefninu til að komast í gang;-/
Við stefnum á að fara í bíó í kvöld, Mosóbúarnir;-)
Annars er allt í rútínu og gengur eins og smurt, og ekkert sérstakt að frétta,
hátt lífsástand, róleg og í jafnvægi:-)
Heyrumst síðar...
Sandra
Leiðsögn dagins
13.september
Virkni bæði “djöfla” og “búdda” er til innra með okkur. Að lokum er barátta okkar alltaf við okkur sjálf. Hvort sem það er okkar búddíska iðkun eða það sem við erum að gera í þjóðfélaginu, eða í sögulegum skilningi, pólitísk eða efnahagsleg framvinda, þá er baráttan í eðli sínu alltaf milli jákvæðra og neikvæðra afla.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home