Hæ, hæ
jú ég er á lífi, er bara að drukkna í skólaverkefni þessa dagana og er á fullu að vinna í verkefninu, því að skilafresturinn nálgast eins og óð fluga;-0
Hef því varla farið út úr húsi eftir að ég kem heim úr vinnunni...
en komst þó á frábæran umræðufund í hverfinu mínu á fimmtudagskvöldið:-)
Fór líka í bíó á laugardagskvöldið og var það frekar undarleg, en skemmtileg lífsreynsla sem reyndi á andlegu hliðina:-??
Jú, þannig var að við stelpurnar vorum búnar að kaupa miða á Mamma mía singalong(syngja með á Abbamyndinni Mamma mía). Það var nú komin smá tilhlökkun í mína, jafnvel þó mér finnist myndin ekkert spes, þá var þetta dálítið öðruvísi, góð lög, og syngja og dansa með:-)
og þar að auki í stóra salnum í Háskólabíó(erum að tala um 1000 manns eða svo)enda kostaði miðinn 1200 kall...
Nú, jæja, þetta var semsagt klukkan 20:00 á laugardagskveldi og auglýst var að barinn yrði opinn(ekki það að ég drekk ekki í bíó),og aldurstakmark var 18 ár(nema í fylgd með fullorðnum) og ég var farin að sjá fyrir mér svona fullorðinsviðburð, þið skiljið...
Við mætum í húsið og það fyrsta sem grípur augað er mikill fjöldi af ungum börnum allt niður í 4-5 ára!
Nú jæja, ekki var það neitt sérlega pirrandi, við förum inn í sal og finnum góð sæti og byrjum að grínast, en þá sest við hlið mér nemdandi úr fyrrverandi skólanum sem ég var að vinna...
Við það fór heilinn á mér í lás og ég fór beint í kennarahlutverkið;-(
Svo hitti ég aðra fyrrverandi nemendur og ekki batnaði ástandið...
Nú, svona var ég í nokkurn tíma, var settleg og róleg og fylgdist með hinum standa upp og syngja með...
Svo náði ég mér út úr þessu og fór að syngja og dansa með, en var samt mjög róleg...
En þetta var nú samt ágætis bíóferð.
Að öðru leyti er ekkert að frétta, bara læra og vinna, allt annað verður að bíða fram á fimmtudag, en þá ætla ég að fara á fræðslufund:-)
Læt þetta nægja í bili, bið að heilsa og vona að allir séu ánægðir og hamingjusamir:-)
Enda á leiðsögn frá Ikeda:
29.september
Trú, sem við fyrstu sýn gæti litið út fyrir að vera veik, er í raun kraftmesta afl í veröldinni. Margt fólk setur upp grímu þess sterka, en sannur styrkur hefur ekkert með ytra útlit að gera. Þvert á móti, komumst við oft að raun um að því veikari sem einstaklingur er því meira sýndarhugrekki sýnir hann út á við.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home