Tuesday, September 16, 2008

Nám

Þessa dagana er ég að einbeita mér að náminu..
Fór á sunnudagskvöldið á fund í sambandi við fræðsluprófið í búddismanum og svo í gær kom ég heim strax eftir kennslu því vinkona mín var að koma til mín. Við sátum hér og veltum fyrir okkur ýmsu í sambandi við námskeiðið í KHÍ, hlustuðum á fyrirlestra, prentuðum út glósur og spjölluðum um hvað við ættum að taka fyrir í hópaverkefninu...
Svo í gærkvöldi sat ég og las og þýddi texta fyrir einstaklingsverkefnið sem á að skila bráðum. Í dag kom ég svo heim eftir vinnu, hvíldi mig, fór til mömmu og rabbaði við Jóa sem kíkti hingað stutta stund í dag:-)
Í kvöld hef ég svo reynt að halda áfram að læra;-)

Margt af þessu námsefni er frekar nýtt fyrir mér, ýmsar kenningar og fræðimenn sem ég hef ekki lesið um áður, en það er bara áskorun og gaman að læra eitthvað nýtt, en svo koma fyrir kunnuleg nöfn inn á milli...
Þetta er samt sumt frekar tyrfið, einkum því lesefnið er meira og minna á ensku, og ný hugtök og hugmyndir sem þarf að reyna að átta sig á...
Námskeiðið fjallar um heimspeki í félagsfræði og menntun....

En nú er bara að halda áfram;-)

Vona að þið eigið góða daga og að ykkur líði vel...
Knús og kossar
Sandra

Vil enda á leiðsögn gærdagsins sem fjallar um að ná árangri:

15.september

Ég vona að hvert ykkar nái árangri í því sem þið takið ykkur fyrir hendur, og að þið gerið ykkur grein fyrir að að góður árangur næst ekki ef gefist er upp á miðri leið, heldur með því að hvika hvergi í að fylgja þeim vegi sem hvert og eitt ykkar hefur hefur valið sér. Og áfram á þessum sömu nótum, það er líka mikilvægt að þú gerir þér ljóst að að vinnustaður þinn er staður þar sem þú mótar persónuleika þinn og eykur vöxt þinn sem manneskja. Í víðara samhengi, þá er það staður fyrir búddíska iðkun, staður til að iðka og dýpka trú þína. Þegar þú skoðar málið frá þessu sjónarmiði, munu allar umkvartanir þínar hverfa. Enginn er aumkunarverðari en sá sem kvartar stöðugt.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda