Sunday, September 21, 2008

Búin

að vera lasmus síðan á miðvikudagskvöld;-(
Var heima á fimmtudag og föstudag, en þetta er nú allt að koma.
Ágætt að taka út veikindin núna þar sem þetta er hvort sem er að ganga..
En fer í vinnuna á morgun..

Hef verið að kíkja á lesefnið og reyna að vinna í verkefninu.
Gengur hægt en þetta kemur allt á endanum;-)
Svo byrjar þátturinn Dagvaktin loksins í kvöld og ég bíð spennt:-)

Svo vil ég óska öllum til hamingju með daginn, en í dag er hinn alþjóðlegi dagur friðar:-)

Jamm, læt þetta nægja í bili.
Vona að ykkur gangi vel á öllum sviðum lífs ykkar og séuð hamingjusöm:-)
Hópknús
Sandra

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda sem fjallar um markmið.
20.september

Þegar markmið þín breytast þá mun allt annað byrja að stefna í þá átt sem þú þráir. Á þeirri stundu sem þú ákveður að vera sigurvegari, mun hver taug og fruma í líkama þínum taka stefnuna í átt að velgengni þinni. Á hinn bóginn ef þú hugsar “þetta á aldrei eftir að ganga upp,” þá munu á þeirri stundu allar frumur líkama þíns gefast upp og taka stefnuna niður á við.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda