Saturday, May 31, 2008

að gamni




You Are Lightning



Beautiful yet dangerous

People will stop and watch you when you appear

Even though you're capable of random violence



You are best known for: your power



Your dominant state: performing

í gær

var árlega óvissuvinnustaðavorferðin okkar..
Við lögðum af stað rétt fyrir 16:00 og fyrsta stopp var á Gljúfrasteini(fyrrverandi heimili Halldórs Laxness,sem var breytt í safn). Allir fengu Ipod og heyrnartól og þannig vorum við leidd í gegnum húsið;-)
Gaman að skoða það..
Eftir skoðun var öllum smalað í rútuna og haldið af stað upp að Esju, en ekki fórum við upp á Esju heldur var beygt inn hjá Skógræktarfélagi Kjalnesinga hjá Mógilsá. Þar fórum við út, fengum snittur og öl og svo var skipt í hópa fyrir hópeflisleikinn:-)
Við vorum 3 í mínum hóp, en allir hinir voru í 4 manna hópum.
Hverjum hóp var afhentur flugdreki og fólst keppnin í því hvaða hópur væri fljótastur að setja saman drekann og koma honum á loft..
og í stuttu máli var niðurstaðan sú að okkar 3 manna hópur vann, og vorum ekki lengi að því:-)
Nú, eftir spennandi keppni, þar sem allir drekarnir komust á loft, var aftur haldið af stað og nú var ferðinni heitið áfram Hvalfjörðinn og inn í Hvammsvík;-)
Það er útivistarsvæði þar sem hægt er að fara á kajak, veiða eða spila golf.
Einhverjir fóru að veiða, flestir fóru á kajak, en fjórir ákváðu að fara í golf og var ég í þeim hópi;-)
Þetta var mjög fyndið og skemmilegt, æsispennandi og ekki eins auðvelt og það sýnist..
Má þar fyrst nefna að við vorum öll byrjendur í þessu sporti:-)
Við fengum kylfusett og kúlur og fleira golfdót og svo var bara að byrja;-)
Við byrjuðum á því að fara á fyrsta teig og reyna við fyrstu holu..
Það gekk nú ágætlega eftir að hafa skotið nokkrum sinnum með stærstu kylfunni, niður á móti í átt að fyrstu holu og þá var kúlan komin út á grasið:-)
Svona gekk þetta í langan tíma, mörg högg og vindhögg, og á ská og niður og til hliðar, leitandi að kúlunum í háu grsainu, með misjafnar stærðir af kylfum, ásamt smá lögg af söngvatni og miklum hlátrasköllum;-)
En þetta hafðist allt á endanum og eftir klukkutíma og mörg högg komust allar kúlur í mark og við lukum fyrsta hluta:-)
Vinningshafinn lauk fystu holu á 8 höggum,
2.-3. sæti með 10 högg
og svo ég í 4. sæti með 11 högg:-)
og þá var tíminn búinn og rútan beið.
Af hinum hópunum var það að frétta að veiðimennirnir fengu nokkra fiska en slepptu þeim aftur, og tveir úr kajak hópnum komust rétt á flot áður en þeim hvolfdi í þrígang...
þeir komu því rennblautir, ómeiddir og hlæjandi til baka frekar löngu á undan hinum;-)
Eftir þessi ævintýri keyrðum við áfram Hvalfjörðinn, stoppuðum á Hlöðum, fórum í sturtu og sund, og enduðum svo ferðina á Hótel Glym um klukkan hálftíu, þar sem var borðað, drukkið kaffi, spilað á píanó og sungið fram yfir miðnætti.
Vorum komin í bæinn rétt fyrir eitt og mikið var nú gott að komast í rúmið eftir skemmtilega og góða ferð sem skilur eftir margar minningar og upplifanir:-)

Sunday, May 25, 2008

Jahérna

var að frétta að hljómsveitin Nightwish væri á leið til landsins að halda tónleika;-)
Aldrei að vita nema maður skelli sér:-)

Saturday 25 October 2008, Laugardalshöllin
Nightwish and Amorphis


Já, það var mikið stuð í bænum í gær, fór heim rétt fyrir 3.00, enda orðin útdönsuð og vel þreytt og sveitt:-)

Rólegt í dag, afslöppun og leti í gangi..

Vil enda á leiðsögn dagsins í þýðingu Láru sætu:
25.maí

Það, að hafa hjartað á réttum stað er mikilvægast af öllu. Í sögunni Litli prinsinn, skrifar franski rithöfundurinn Antoine de Saint-Exupéry: ”það er einungis með hjartanu sem við getum séð réttlátlega; það sem skiptir mestu máli er ósýnilegt augunum. ” Það er alveg eins og hann segir. Við getum ekki alltaf séð hvort eitthvað er ekta bara með því að horfa á það. Það er bara með hjartanu sem við getum þekkt hinn sanna kjarna.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Friday, May 23, 2008

Vil

byrja á því að senda Viffa og Fríðu hjartanlegar hamingjuóskir með litlu prinsessuna sem fæddist í gær:-)
MyHotComments.com
MyHotComments


Einnig vil ég senda Brynju innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins:-)


En að öðru:
Loksins verður eitthvað spennandi að horfa á Evróvision á morgun, áfram Ísland;-)

Ætlum að hittast vinkonurnar, borða saman og horfa á keppnina, og vonandi ef heilsan leyfir, að fara og dansa dulítið á eftir:-)

Byrja samt morgundaginn á því að vinna nokkra tíma á hinni árlegu Víkurhátíð (sem er sameiginleg hátíð hverfsins og skólans) þar sem nemendur okkar eru með sýningu á verkum sínum..

Vil enda þetta núna og óska ykkur skemmtilegrar og góðrar helgar;-)
Sandra sæla..

Leiðsögnin frá Ikeda á sínum stað :
21.maí

Við verðum að lifa af kraftmikilli og lifandi von. Ekkert er sterkara en vonin. Hið Leynda Lögmál er í sjálfu sér eilíf von. Hamingjan tilheyrir þeim sem örvænta aldrei, alveg sama hvað gerist.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Wednesday, May 21, 2008

Loksins

eftir tveggja vikna verkefnavinnutörn er ég loksins búin að skila báðum verkefnum:-)
Í síðustu viku skilaði ég 25 blaðsíðna ritgerð og í fyrrinótt 35 blaðsíðna verkefni...
Svo nú get slakað á, enda alveg búin að því, horft á sjónvarpið, farið á fundi eða hvað sem er;-)
Kv. Sandra sæta:-)

MyHotComments.com
MyHotComments


Leiðsögn frá Ikeda:
19.maí

Frá því sjónarmiði að lífið er eilíft, af því að við helgum okkur heilshugar Lótussútrunni, er allt í lífi okkar í jákvæðum farvegi, allt leggst á vogarskál hamingju okkar og uppljómunar. Við verðum að treysta lögmálinu; við megum ekki láta bugast af því sem er að gerast í kringum okkur eða láta það skyggja á trú okkar.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, May 19, 2008

Er enn að vinna í verkefninu, þetta er alveg að hafast, en einhvern veginn svona er staðan hjá mér núna;-)

MyHotComments.com
MyHotComments

Saturday, May 17, 2008

Þetta

er nú allt að koma.
Lauk við fyrri ritgerðina á fimmtudagskvöldið, og byrjaði á seinna verkefninu í gærkvöldi..og er farin að sjá fyrir endann á þessu..

Er með vöðvabólgu, bakverki og illt í augunum.
Þar að auki hefur öll rútínan ruglast, komst hvorki á ungmennafund í gærkveldi, né á súpukyrjun í dag;-(
En hef reynt að kyrja á hverjum degi, og gaf mér tíma til að fara og ná í eitthvað matarkyns fyrr í kvöld:-)

Er að verða eins og hellisbúi, hef ekki kveikt á sjónvarpinu í marga daga(hafði þó tónlistarstöðina í gangi)
Síðasta helgi, vika og helgin núna, öll farið meira og minna í lærdóm, og ekki búið enn;-/
Hef farið í vinnuna og svo beint heim að læra..

Ég er orðin of gömul í þetta:-)
eða bara komin úr æfingu enda 4 ár síðan ég var í skóla síðast,
en ég hef nú lært eitt og annað af þessu, fann að ég færðist of mikið í fang og þar með fann ég mörkin hjá mér,
aldrei aftur að taka svona mikið með fullri vinnu og öllu hinu sem ég er að bardúsa ;-0
en það verður nú léttara næsta vetur, ég sá til þess (alla vega að einhverju leyti)

En hvað um það, hér er fyndin mynd sem sýnir sumpart hvernig ég er orðin:-)
(fyrir utan þetta með pillurnar)



Vona að þið eigið góða daga framundan og farið vel með ykkur:-)
Kv. Sandra hellisbúi..

Vil enda á leiðsögn dagsins frá Ikeda:
18.maí

Þeir sem hafa reynt miklar þjáningar verða að sigra í lífinu og verða hamingjusamir. Ef þú verður alltaf undir og líður illa, þá ertu ekki að iðka búddisma Nichiren Daishonin á réttan hátt. Þú ert ekki að fara rétta leið í lífinu. Búddisminn kennir okkur leiðina svo að hinir sorgmæddu megi verða hamingjusamir og hinir hamingjusömu megi verða hamingjusamari. Það er ástæðan fyrir iðkun okkar.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, May 13, 2008

Halló kisa

Þessa skemmtilegu mynd tók ég áðan í gegnum stofugluggann af nágrannakisunni:-)

Monday, May 12, 2008

Kaffi

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Svart te!
.. þótt það hljómi furðulega.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?


Te!
Þú ert greinilega að taka vitlaust próf, þú átt engan veginn heima hér í kaffiprófinu.
Verandi te ertu þó traustur einstaklingur sem bregst ekki vinum þótt lífið liggi við.
Þú ert svart te í vel heitu vatni.

úff

hvað maður er orðin ryðgaður í ritgerðasmíð;-/
Hef setið sveitt við tölvuna um helgina og reynt að koma saman 2 lokaverkefnum í námskeiðunum í Kennó, og þetta er nú allt að koma;-)
Verð að vera dugleg í dag og öll kvöldin í næstu viku, því öðru verkefninu á að skila á morgun og hinu næstu helgi...
En þetta hefst nú allt að lokum;-)

Annars hefur verið frekar rólegt hjá mér undanfarna daga, vorum með tvö bekkjarkvöld í seinustu viku, og svo fór ég á sameiginlegt Kosen-rufu gongyo, undirbúningsfund, og víkinga- og valkyrjupartý þar sem ég endurnýjaði umsókn mína sem valkyrja, og er því orðin valkyrja á ný:-)

Læt þetta nægja að sinni,vil minna á nýjar myndir í myndasafninu og set hér inn eina skemmtilega mynd sem Jói tók af mér í góðu veðri á Steingrímsfjarðarheiði um miðjan apríl...


Óska ykkur góðrar viku og vil enda á leiðsögn dagsins frá Ikeda:

12.maí

Ég vil að þú skiljir hárnákvæma starfsemi hugans. Það, hvernig þú stillir huga þinn, það, hvernig viðhorf þín eru, hefur mikil áhrif á sjálf þitt og umhverfi. Búddíska kenningin um að hvert augnablik innihaldi þrjúþúsund möguleika, útskýrir fullkomlega hinn sanna kjarna lífsins. Í gegnum kraft okkar innri styrks, getum við umbreytt sjálfum okkur, þeim í kringum okkur og landinu sem við búum í.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, May 05, 2008

Sól

og rigning


mynda regnboga




Hef annars ekki mikið að segja núna, er að reyna að klára lokaverkefnin í námskeiðunum og svo eru ákveðin mál í biðstöðu sem ég segi ykkur kannski frá síðar þegar það er tímabært:-)

Tónleikarnir heppnuðust mjög vel, en það er undarleg tilfinning að kórinn sé endanlega hættur:-/
En svona er nú bara lífið..
Sandra námsmaður, kennari, búddisti og fleira...

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

4.maí

Í Búddisma skiptir máli að sigra.

Þegar við berjumst við voldugan óvin, þá munum við annað hvort sigra eða vera sigruð- það er ekkert þar á milli. Að berjast gegn neikvæðni er óaðskiljanlegur hluti þess að iðka Búddisma. Það er með því að vera sigurvegari í þessari baráttu sem við verðum Búdda. Við verðum að vinna. Þar að auki, þá fullvissar Búddisminn okkur um að við getum gert það.

Friday, May 02, 2008

jæja,

þá er komið að því:
Lokatónleikar Borgarkórsins:-/
síðasti séns á sunnudagskveldið að sjá og heyra Borgarkórinn á tónleikum
Vona að sem flestir komist, ókeypis aðgangur;-)
Sandra söngfugl..

Vil

senda Elínu og Riku innilegar hamingjuóskir með litlu prinsessuna
sem kom í heiminn í dag:-)