í gær
var árlega óvissuvinnustaðavorferðin okkar..
Við lögðum af stað rétt fyrir 16:00 og fyrsta stopp var á Gljúfrasteini(fyrrverandi heimili Halldórs Laxness,sem var breytt í safn). Allir fengu Ipod og heyrnartól og þannig vorum við leidd í gegnum húsið;-)
Gaman að skoða það..
Eftir skoðun var öllum smalað í rútuna og haldið af stað upp að Esju, en ekki fórum við upp á Esju heldur var beygt inn hjá Skógræktarfélagi Kjalnesinga hjá Mógilsá. Þar fórum við út, fengum snittur og öl og svo var skipt í hópa fyrir hópeflisleikinn:-)
Við vorum 3 í mínum hóp, en allir hinir voru í 4 manna hópum.
Hverjum hóp var afhentur flugdreki og fólst keppnin í því hvaða hópur væri fljótastur að setja saman drekann og koma honum á loft..
og í stuttu máli var niðurstaðan sú að okkar 3 manna hópur vann, og vorum ekki lengi að því:-)
Nú, eftir spennandi keppni, þar sem allir drekarnir komust á loft, var aftur haldið af stað og nú var ferðinni heitið áfram Hvalfjörðinn og inn í Hvammsvík;-)
Það er útivistarsvæði þar sem hægt er að fara á kajak, veiða eða spila golf.
Einhverjir fóru að veiða, flestir fóru á kajak, en fjórir ákváðu að fara í golf og var ég í þeim hópi;-)
Þetta var mjög fyndið og skemmilegt, æsispennandi og ekki eins auðvelt og það sýnist..
Má þar fyrst nefna að við vorum öll byrjendur í þessu sporti:-)
Við fengum kylfusett og kúlur og fleira golfdót og svo var bara að byrja;-)
Við byrjuðum á því að fara á fyrsta teig og reyna við fyrstu holu..
Það gekk nú ágætlega eftir að hafa skotið nokkrum sinnum með stærstu kylfunni, niður á móti í átt að fyrstu holu og þá var kúlan komin út á grasið:-)
Svona gekk þetta í langan tíma, mörg högg og vindhögg, og á ská og niður og til hliðar, leitandi að kúlunum í háu grsainu, með misjafnar stærðir af kylfum, ásamt smá lögg af söngvatni og miklum hlátrasköllum;-)
En þetta hafðist allt á endanum og eftir klukkutíma og mörg högg komust allar kúlur í mark og við lukum fyrsta hluta:-)
Vinningshafinn lauk fystu holu á 8 höggum,
2.-3. sæti með 10 högg
og svo ég í 4. sæti með 11 högg:-)
og þá var tíminn búinn og rútan beið.
Af hinum hópunum var það að frétta að veiðimennirnir fengu nokkra fiska en slepptu þeim aftur, og tveir úr kajak hópnum komust rétt á flot áður en þeim hvolfdi í þrígang...
þeir komu því rennblautir, ómeiddir og hlæjandi til baka frekar löngu á undan hinum;-)
Eftir þessi ævintýri keyrðum við áfram Hvalfjörðinn, stoppuðum á Hlöðum, fórum í sturtu og sund, og enduðum svo ferðina á Hótel Glym um klukkan hálftíu, þar sem var borðað, drukkið kaffi, spilað á píanó og sungið fram yfir miðnætti.
Vorum komin í bæinn rétt fyrir eitt og mikið var nú gott að komast í rúmið eftir skemmtilega og góða ferð sem skilur eftir margar minningar og upplifanir:-)
<< Home