Monday, May 05, 2008

Sól

og rigning


mynda regnboga




Hef annars ekki mikið að segja núna, er að reyna að klára lokaverkefnin í námskeiðunum og svo eru ákveðin mál í biðstöðu sem ég segi ykkur kannski frá síðar þegar það er tímabært:-)

Tónleikarnir heppnuðust mjög vel, en það er undarleg tilfinning að kórinn sé endanlega hættur:-/
En svona er nú bara lífið..
Sandra námsmaður, kennari, búddisti og fleira...

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

4.maí

Í Búddisma skiptir máli að sigra.

Þegar við berjumst við voldugan óvin, þá munum við annað hvort sigra eða vera sigruð- það er ekkert þar á milli. Að berjast gegn neikvæðni er óaðskiljanlegur hluti þess að iðka Búddisma. Það er með því að vera sigurvegari í þessari baráttu sem við verðum Búdda. Við verðum að vinna. Þar að auki, þá fullvissar Búddisminn okkur um að við getum gert það.