Sunday, May 25, 2008

Jahérna

var að frétta að hljómsveitin Nightwish væri á leið til landsins að halda tónleika;-)
Aldrei að vita nema maður skelli sér:-)

Saturday 25 October 2008, Laugardalshöllin
Nightwish and Amorphis


Já, það var mikið stuð í bænum í gær, fór heim rétt fyrir 3.00, enda orðin útdönsuð og vel þreytt og sveitt:-)

Rólegt í dag, afslöppun og leti í gangi..

Vil enda á leiðsögn dagsins í þýðingu Láru sætu:
25.maí

Það, að hafa hjartað á réttum stað er mikilvægast af öllu. Í sögunni Litli prinsinn, skrifar franski rithöfundurinn Antoine de Saint-Exupéry: ”það er einungis með hjartanu sem við getum séð réttlátlega; það sem skiptir mestu máli er ósýnilegt augunum. ” Það er alveg eins og hann segir. Við getum ekki alltaf séð hvort eitthvað er ekta bara með því að horfa á það. Það er bara með hjartanu sem við getum þekkt hinn sanna kjarna.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda