Þetta
er nú allt að koma.
Lauk við fyrri ritgerðina á fimmtudagskvöldið, og byrjaði á seinna verkefninu í gærkvöldi..og er farin að sjá fyrir endann á þessu..
Er með vöðvabólgu, bakverki og illt í augunum.
Þar að auki hefur öll rútínan ruglast, komst hvorki á ungmennafund í gærkveldi, né á súpukyrjun í dag;-(
En hef reynt að kyrja á hverjum degi, og gaf mér tíma til að fara og ná í eitthvað matarkyns fyrr í kvöld:-)
Er að verða eins og hellisbúi, hef ekki kveikt á sjónvarpinu í marga daga(hafði þó tónlistarstöðina í gangi)
Síðasta helgi, vika og helgin núna, öll farið meira og minna í lærdóm, og ekki búið enn;-/
Hef farið í vinnuna og svo beint heim að læra..
Ég er orðin of gömul í þetta:-)
eða bara komin úr æfingu enda 4 ár síðan ég var í skóla síðast,
en ég hef nú lært eitt og annað af þessu, fann að ég færðist of mikið í fang og þar með fann ég mörkin hjá mér,
aldrei aftur að taka svona mikið með fullri vinnu og öllu hinu sem ég er að bardúsa ;-0
en það verður nú léttara næsta vetur, ég sá til þess (alla vega að einhverju leyti)
En hvað um það, hér er fyndin mynd sem sýnir sumpart hvernig ég er orðin:-)
(fyrir utan þetta með pillurnar)
Vona að þið eigið góða daga framundan og farið vel með ykkur:-)
Kv. Sandra hellisbúi..
Vil enda á leiðsögn dagsins frá Ikeda:
18.maí
Þeir sem hafa reynt miklar þjáningar verða að sigra í lífinu og verða hamingjusamir. Ef þú verður alltaf undir og líður illa, þá ertu ekki að iðka búddisma Nichiren Daishonin á réttan hátt. Þú ert ekki að fara rétta leið í lífinu. Búddisminn kennir okkur leiðina svo að hinir sorgmæddu megi verða hamingjusamir og hinir hamingjusömu megi verða hamingjusamari. Það er ástæðan fyrir iðkun okkar.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home