var búin með leikinn sem ég var að spila fyrir áramót og fór í BT í gær til að reyna að finna nýja, var heppin og fann mér tvo og þar að auki báða á útsölu:-)
Mér finnst skemmtilegast að spila ævintýra og þrautaleiki, þar sem sögupersónan leysir þrautir og verkefni, spjallar við aðra og labbar um. Hef spilað nokkra svona leiki, t.d. Broken sword, Grim fandango, The longest journey og Escape from monkey iceland:-)
Allt skemmtilegir og spennandi leikir með miklum húmor og flottri grafík:-)
Keypti mér leik sem heitir Road to Indía og lofar hann góðu. Er búin með fyrsta borðið sem var frekar létt. Grafíkin og myndirnar eru mjög flottar og hann er í þrívídd sem er flott en ég þarf aðeins að læra á það.
Söguþráðurinn er á þá leið að sögupersónan sem er strákur fær skrýtið bréf frá kærustunni sinni þar sem hún segir honum upp og tekur fram að ekki þýði fyrir hann að hafa samband við sig og hún hafi farið aftur heim til sín til New Delí.
Engar útskýringar eru gefnar upp fyrir þessu í bréfinu. Stráksa finnst þetta dularfullt því daginn áður hafði allt verið í góðu. Hann ákveður því að fara á eftir henni og í flugvélinni á leiðinni dreymir hann vondan draum þar sem hann sér að dömunni hafði verið rænt. Þegar hann er kominn til borgarinnar og í hverfið þar sem hún býr sér hann að maður ( sá sami og í draumnum) dregur stelpuna út úr húsinu og inn í bíl. Eftir stendur mamma hennar grátandi og hann ákveður að fara til hennar og athuga málið. Hingað er ég komin í leiknum og nú er bara að halda áfram:-)
Hinn leikurinn heitir Atlantis og er í svipuðum dúr, sýnist mér. Kíki á hann seinna.
Það er allt gott að frétta, nóg dagskrá framundan.
Á morgun er Kosen-rufu fundur og afmæliskaffiveisla hjá honum Jóa mínum, ætla að baka vöfflur og eitthvað bakkelsi:-)
Næsta vika er full af viðburðum, ungrakvennafundur á mánudag, hverfisfundur á þriðjudag, danstími á miðvikudag, ferð í Húsdýragarðinn með börnin á föstudag og bíóferð um kvöldið, leikhúsferð með vinum og vinnufélögum á laugardagskvöld, og jóróvisiondjamm laugardaginn þar á eftir:-)
Já mér að sko ekki eftir að leiðast á næstu vikum:-)
Vil enda þessa færslu á fallegri og hvetjandi leiðsögn frá Ikeda forseta.
Njótið vel og góða helgi:-)
6. febrúar
Nema því aðeins að við lifum til fulls, einmitt núna, ekki einhvern tíma í framtíðinni, mun sönn fullnægja í lífinu ganga okkur úr greipum til eilífðarnóns. Fremur en að fresta aðgerðum til framtíðar, ættum við að leita skilnings á lífinu, hugsa og framkvæma það sem þýðingar mest er, einmitt núna, þar sem við erum stödd – láta hjörtu okkar loga og tendra upp líf okkar. Við getum ekki lifað innblásnu lífi með öðrum hætti.
Ikeda