Saturday, December 31, 2005

áramót

Þá er enn eitt árið að renna sitt skeið. Mikið líður nú tíminn fljótt og maður eldist hratt. En það er nú ekki beint efni þessa pistils heldur lítið uppgjör við árið 2005 sem var ár breytinga og margra nýjunga hjá mér.
Hefst þá lesturinn;-)
Ekki neitt sérstakt að gerast í janúar.

Í febrúar varð fyrsta nýjungin sem fólst í því að ég byrjaði að blogga og skrifa hugsanir mínar og upplifanir á netið:-)
Mars, apríl, ekkert sem ég man eftir.

Í byrjun maí fór ég í ferðalag sem var mjög skemmtilegt og fól í sér margar nýjungar fyrir mig. Fór í fyrsta skipti til Kaupmannahafnar með kórnum mínum, fór í fyrsta sinn í lestarferð, héldum tónleika í mjög flottum sal, og snæddi með bestu lyst kengúrukjöt og krókódílakjöt;-)
Allt nýjar upplifanir.
Langt sumarfrí á launum, ekki gert það áður, alltaf verið að vinna á sumrin og með skóla.

Sumarið: Mín stærsta breyting í lífi mínu og ákvörðun á árinu. Byrjaði að kyrja fyrir framan Gohonzon, og iðka Búddhisma Nichiren Daishonin, fór á hverfisfundi og fundi hjá ungum konum,kynnist mikið af góðu fólki í gegnum SGI, fór á meiriháttar haustnámskeið SGI og tók þátt í sýningunni "Þrír meistarar friðar" sem sett var upp í Ráðhúsi Reykjavíkur ásamt því að undirbúa og taka þátt í friðar og mannréttindar ráðstefnu ungs fólks í Ráðhúsi Reykjavíkur undir yfirskriftinni "Hvað getur ungt fólk lagt að mörkum til mannréttinda og friðarmála á 21. öldinni sem einstaklingar?" Var virk í samtökunum og iðkunninni og ætla að sjálfsögðu að halda því áfram á nýju ári:-)
Búddhisminn hefur hjálpað mér mikið á öllum sviðum lífs míns og ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa byrjað að kyrja og til að staðfesta ákvörðun mína endanlega, og þar með ganga formlega í SGI mun ég byrja nýja árið alveg frábærlega með því að taka á móti Gohonzon á okkar aðalhátíðisdegi/hátíð á morgun 1. jan klukkan 14:00 :-))

Tók við nýjum nemendum í ágúst, algjörum dúllum í 1. bekk og fékk nýjan og æðislegan samstarfskennara mér við hlið:-)

Í enda október fór ég í aðra ferð þar sem allt var líka alveg nýtt og spennandi og markaði dálítil tímamót fyrir mig því ég sigraðist á ótta mínum í kringum það ferli:-)
Eg hef oft verið hrædd/illa við breytingar, bý til miklar og ástæðulausar flækjur fyrirfram í kringum það, og var búin að ákveða að fara alls ekki í þessa ferð þegar verið var að fjalla um hana á fundum. Kennarar og starfsfólk skólans ákvað vikuferð til sjálfrar Ameríku! Ég hélt nú ekki, hef aldrei haft áhuga á þeim stað á jörðinni. En svo herti ég mig upp, ýtti óttanum við Ameríku í burtu og skellti mér með;-)
Ég sé sko alls ekki eftir þeirri ákvörðun, kynnist betur þessu frábæra fólki sem ég er að vinna með, skemmti mér mjög vel, fékk tækifæri til að kynnast og skoða amerískt skólakerfi, öðlaðist meira sjálfstraust, fór í hina frægu Moll of a Amerika, keypti helling af dóti, og manaði mig til að losna við rússíbanaóttann og skellti mér í tvo svoleiðis;-)

Tók mér frí frá kórnum í vetur;-(
svolítið skrýtið, en venst þó.

Nóvember, desember: fór á jólatónleika hjá kórnum mínum, í fyrsta skipti sem ég er ekki með uppi á sviði, undarleg tilfinning fyrst að sitja úti í sal og hlusta, samt skemmtileg og forvitnileg upplifun.

Já, svona var nú árið hjá mér, gleymi/sleppi eflaust einhverju, en þetta eru þau atriði sem mér eru efst í huga nú, ég er stundum svo sjálfhverf;-)
Það gerðist að sjálfsögðu margt gleðilegt og skemmtilegt hjá ættingjum mínum, vinum og kunningjum en það er efni í annan pistil:-)

Elsku dúllurnar mínar, hafið það sem allra best í kvöld og á nýju ári og gangi ykkur sem glæsilegast í öllu því sem þið takið ykkur fyrir hendur í lífinu:-)

Áramóta og nýjárskveðjur:-)
Sandra

Tuesday, December 27, 2005

Mikið af

góðum mat, hangiket, jafningur, hamborgarhryggur, meðlæti, malt og appelsín, kaffi, konfekt, ís og kökur, margir flottir pakkar, krem, ilmvötn, sápur og kerti, nokkrar góðar bækur og flottir geisladiskar, Nói-Síríus, Anton Berg, Makintos og annað sælgæti, falleg föt og leikhúsmiðar, sofið vel og lengi, horft á dvd og lesið, farið í jólaboð og borðað meira, spjallað og skipst á fréttum, skroppið á 3 tíma alltílagi bíómynd King Kong, spilað fram á nótt, hangið í tölvunni og slappað af.
Já börnin góð svona eru nú jólin hér í sveitinni..

Saturday, December 24, 2005

Þá er

enn einn aðfangadagurinn runnin upp:-)

Elsku krúttin mín nær og fjær.
Ég óska ykkur alls hins besta á þessum hvíldar,friðar,gleði og kyrrðardögum:-)
Njótið þess nú að borða góðan mat og annað góðgæti, vera með fjölskyldu og vinum, gefa og fá fallega pakka, og hvíla ykkur á sál og líkama :-)
Hjartans þakkir fyrir góðar samverustundir á þessu frábæra, skemmtilega, erfiða og viðburðarríka ári sem senn er á enda.

Jólakjólaskólakveðjur
Sandra

Thursday, December 22, 2005

Jólafréttir

í dag féll síðasta vígið mitt! Hvað er ég nú eiginlega að meina?
Jú ég tók mig til og bakaði nokkrar stórar súkkulaði og hnetubita smákökur:-)
Baksturinn tókst nú svona upp og ofan, reyndar helmingurinn af fyrsta skammtinum brann við, svo það fór beint í ruslið auk þess sem að deigið var svolítið kekkjótt og :-/ Seinni helmingurinn af fyrsta skammtinum tókst mjög vel, kökurnar þykkar og góðar og svo vel að þær kökur eru allar búnar, því Jóa fannst þær svo góðar:-)
Seinni skammturinn var öðru vísi, deigið varð jafnara og þynnra og kökurnar eftir því, samt jafn góðar á bragðið en enn þá mjúkar og erfitt að ná þeim af pappírnum:-(
Vona að þær verði búnar að jafna sig seinna í kvöld;-0

Annars lítið að frétta, glápi bara á videó í kvöld, kláraði að þrífa allt í gær,föndra og skrifa seinustu jólakortin á morgun eða hinn og stefni á að fara í friðargönguna á morgun, ásamt því að kaupa í matinn og skreyta jólatréð:-)

adios, sandra

Sunday, December 18, 2005

Jólagjöfin í ár

er þessi fallega og girnilega fartölva:-)


Tölvutiltekt

Var að laga til í tölvunni minni og fletta í gengum gömul gögn og bréf og rakst þá á þennan skemmtilega lista sem ég fékk sendan frá vinkonum mínum fyrir löngu síðan (sennilega árið 2002). Ætla að birta þetta hér að gamni (óbreytt) og leyfa ykkur að fara aftur í tímann og rifja upp gömul bernskubrek og tíðarandann :-)




Unga fólkið í dag
Mér finnst þetta assgoti fyndið. Í stað þess að senda þetta áfram, ákvað ég að birta þetta hér, þar sem allt gamla fólkið getur lesið þetta.
Við miðaldrafólkið getur hlegið með.

Á þessu herrans ári 2002 eru löglega taldir sem fullorðnir einstaklingar á Íslandi allir þeir sem fæddust árið 1984.
• Þegar þau fæddust kunnir þú að skrifa, lesa, leggja saman, draga frá og hluta af margföldunartöflunni.
• Þau muna sama og ekkert eftir Reagan tímabilinu og fréttu aldrei af því þegar reynt var að drepa hann.
• Þau muna heldur ekki eftir leiðtogafundinum sem haldinn var í Höfða og vita fátt um Gorbatsjoff.
• Þau voru ekki kynþroska þegar Persaflóastríðið hófst.
• Fyrir þeim hefur sami páfinn verið í vatikaninu síðan þau fæddust.
• Þau sungu aldrei "we are the world, we are the children".
• Þau voru 8 ára þegar Sovétríkin féllu. Þau muna fátt eftir kalda stríðinu og síður eftir austur- og vestur Þýskalandi, þó svo að þau hafi heyrt af þeim í sögutímum.
• Þau eru of ung til þess að muna eftir því þegar Challenger geimflaugin sprakk og munu sennilega aldrei vita hvað Pepsi-áskorunin var.
• Fyrir þeim hefur AIDS verið til alla ævi.
• Þau léku sér aldrei með ATARI tölvuleiki, geisladiskurinn kom á markaðinn þegar þau voru ekki orðin eins árs, þau hafa aldrei átt plötuspilara og hafa sennilega aldrei leikið sér með pac-man. Þegar talað er um BETA vídeóspólur hafa þau ekki hugmynd.
• Star-Wars og Súperman finnast þeim frekar slappar myndir og tæknibrellurnar ömurlegar.
• Mörg þeirra hafa ekki hugmynd um að einusinni var ekkert til nema ríkissjónvarpið sem fór í frí á fimmtudögum og í júlí.
• Þau muna heldur ekki eftir því þegar rás 2 var eina rásin í útvarpinu fyrir utan rás 1 og sú eina sem spilaði annað en klassíska tónlist.
• Þau hafa áræðanlega aldrei hlustað á útvarpssögur eða lög unga fólksins eða óskalög sjúklinga og sjómanna, og Bessi Bjarnason hefur aldrei verið yngri.
• Fá hafa séð svart-hvítt sjónvarp og þeim finnst fáránlegt að þurfa að hækka og lækka og skipta um stöð án þess að hafa fjarstýringu.
• Þau fæddust 3 árum eftir að Sony hóf sölu á vasadiskóum og fyrir þeim hafa hjólaskautar alltaf verið línuskautar.
• Þeim hefur alltaf þótt farsímar og PC tölvur vera óskaplega eðlilegir hlutir, ekkert nýtt.
• Þau hafa ólíklega séð Húsið á sléttunni, Þórð húsvörð í Stundinni okkar og Einu sinni var.
• Þau hugsa aldrei um "Jaws" þegar þau fara í sjóinn, Michael Jackson hefur alltaf verið hvítur...og hvernig er mögulegt að John Travolta hafi einhverntíman dansað, svona feitur maður! Olavia Newton-John? Who??!!
• Þeim finnst lítið fyndið að vitna í Með allt á hreinu, Nýtt líf og Stellu í orlofi.
• Þau muna ekki hverjir Þorgeir Ástvaldsson, Geiri Sæm og Herbert Guðmundsson eru. Nafnið Hemmi Gunn segir heldur ekki margt.
• Madonna hefur alltaf verið fræg og nöfn eins og Duran Duran, Wham, Culture Club, Thompson twins, Tears for Fears, Rickshaw, Limahl, Terence Trent D´arby, Talking heads og Modern Talking hljóma ekki kunnuglega.
• Þau muna ekki eftir BMX hjóla tímabilinu og break-dance tímabilinu. Þau hafa ekki hugmynd um hvað millet úlpur og Don kano voru merkileg fyrirbæri.
• Þau vita sennilega ekki að strætó var einusinni grænn og að tíkallar og fimmtíukallar voru seðlar. Þau hafa aldrei keypt fimmaurakúlur og muna ekkert eftir því að hafa notað aura.
• Þau vita ekki hvað Karnabær var og hafa aldrei séð Tommaborgara sem merkilegt fyrirbæri.
• Þau voru smákrakkar þegar við dönsuðum á Broadway eða Villta tryllta Villa.
• Þau hafa alltaf getað pantað mat heim og alltaf verið vön tilveru kreditkorta.
Munið kæru vinir að þetta folk er unga fólkið í dag.

Merki þess að þú ert farin/n að eldast:
1. Þegar þú lest þennan texta og brosir.
2. þegar þú stundar íþróttir og lætur alla vita með miklu stolti.
3. þegar þú geymir bækur, vatnsglas og vaselín á náttborðinu.
4. þegar fyllerí og kelerí eru ekki lengur umræðuefni.
5. þegar börn tala við þig eins og þú talaðir við "fullorðna fólkið" fyrir stuttu.
6. þegar "fullorðna fólkið" talar við þig eins og jafnaldra.
7. þegar þú þarft meira hálfan dag til þess að jafna þig eftir vökunótt.
8. Þegar vinir þínir eru allir giftir.
9. Þegar litla frændfólkið þitt er farið að sníkja sígarettur eða áfengi.
10. þegar litla frændfólkið þitt veit meira um tölvur en þú.
11. þegar þú getur farið á ströndina og eytt helium degi án þess að fara í sjóinn.
12. Þegar þú stundar líkamsrækt í fötum sem fela líkamann í stað þess að sýna hann.
13. Þegar þú vilt frekar hitta vini þína í stað þess að kjafta klukkutímum saman í símann.
14. Þegar þú veist hvað þú vilt.
15. þegar þér líst betur á rauðvínskvöld en partý.
16. þegar þú horfir á fréttir og Kastljós og hefur virkilega áhuga.
17. þegar þú lest Moggann í heilu lagi og hefur skoðun á næstum öllu.
18. þegar þú ert aldrei spurð/ur um skilríki
19. þegar þú og vinir þínir eruð farin að finna grá hár.
20. þegar þú ákveður að senda þetta bréf til vina sem hafa áræðanlega gaman af því.

Thursday, December 08, 2005

brot úr degi

Jólaföndur í dag, gekk vel og voða gaman. Börn og foreldrar föndruðu mikið og voru dugleg, fengu vöfflur og kakó í boði foreldrafélagsins, skemmtileg stemming, jólalög spiluð og allir í stuði:-)

Ég var orðin nokkuð hress og röddin alveg ágæt, var í rauðum jólabol með glimmer og stjörnum (að sjálfsögðu keyptur í Ameríku) og með jólasveinahúfu voða smart, krökkunum fannst það nú dálítið fyndið fyrst er þau sáu þennan skrýtna kennara sinn leika jólasvein en hættu svo að pæla í því;-)

Tók minn fyrsta veikindadag á önninni á þriðjudaginn, ekki gaman en þó óhjákvæmilegt, raddlaus, orkulaus, og slöpp og svaf mestallan daginn, orðin slarkfær í gær en hefði þó frekar átt að vera heima til að ná þessu alveg úr mér, nokkuð góð í dag, en þó enn smá slöpp, það er alveg að koma helgi!!

Er boðið á jólaskemmtun hjá kórnum mínum (sem ég er í fríi frá í vetur) næsta sunnudag, ætla að sjálfsögðu að mæta, og loksins er geisladiskurinn okkar kominn út, sem við tókum upp fyrir einhverju síðan(útgáfunni seinkaði aðeins), með lögum eftir Sigvalda Snæ Kaldalóns með einsöngvurum og öllu saman, mjög eigulegur og flottur diskur:-) verður til sölu á tónleikunum. Hlakka ekkert smá til að fara á tónleikana( hef aldrei getað hlustað live á kórinn því ég hef alltaf verið með á tónleikum) og fá loksins diskinn í hendurnar ;-)

Bless í bili
Kvefaði kennarinn

Sunday, December 04, 2005

dagarnir

æða áfram alveg hreint á fullu spani. Þetta mun þá vera fyrsta færslan í desember 2005:-)
Er á fullu að klára skýrsluna um skólaheimsóknir frá USA svo ég þurfi nú ekki að endurgreiða styrkinn sem ég fékk fyrir fargjaldinu;-)

Annars er allt rólegt, skrapp í Kringluna áðan eftir Kosen rufu fundinn til að klára jólagjafirnar. Er búin að föndra og skrifa flestöll kortin og senda þau, senda gjafirnar út til vina minna og ættingja í Finnlandi og Noregi. Búin að kaupa allar jólagjafirnar og setja jólaseríur í gluggann!!
Jamm hef ekki gert þetta svona snemma áður en stóran part af þessu má rekja til mikilla gjafakaupa í Ameríku og ég þakka svo sannarlega fyrir að hafa gert það:-) og eiga það ekki eftir í stresslostinu í Kringlunni og Smáralind:-(
Er þá næst á dagskrá að BAKA?? NEI hef aldrei gert það og fer nú ekki að taka upp á því nú á gamalsaldri;-)

Mikið gaman hjá okkur í skólanum í desember, ferð á leikritið Ævintýrið um Augastein, jólasöngvar á sal og í leikskólanum, jólaball og litlujól og jólaföndursdagur á fimmtudaginn:-) hef verið að undirbúa það, klippa út form og efni.
Hafið það gott í vikunni, ætla að halda áfram skýrslugerð og jólaföndri;-)