Thursday, December 08, 2005

brot úr degi

Jólaföndur í dag, gekk vel og voða gaman. Börn og foreldrar föndruðu mikið og voru dugleg, fengu vöfflur og kakó í boði foreldrafélagsins, skemmtileg stemming, jólalög spiluð og allir í stuði:-)

Ég var orðin nokkuð hress og röddin alveg ágæt, var í rauðum jólabol með glimmer og stjörnum (að sjálfsögðu keyptur í Ameríku) og með jólasveinahúfu voða smart, krökkunum fannst það nú dálítið fyndið fyrst er þau sáu þennan skrýtna kennara sinn leika jólasvein en hættu svo að pæla í því;-)

Tók minn fyrsta veikindadag á önninni á þriðjudaginn, ekki gaman en þó óhjákvæmilegt, raddlaus, orkulaus, og slöpp og svaf mestallan daginn, orðin slarkfær í gær en hefði þó frekar átt að vera heima til að ná þessu alveg úr mér, nokkuð góð í dag, en þó enn smá slöpp, það er alveg að koma helgi!!

Er boðið á jólaskemmtun hjá kórnum mínum (sem ég er í fríi frá í vetur) næsta sunnudag, ætla að sjálfsögðu að mæta, og loksins er geisladiskurinn okkar kominn út, sem við tókum upp fyrir einhverju síðan(útgáfunni seinkaði aðeins), með lögum eftir Sigvalda Snæ Kaldalóns með einsöngvurum og öllu saman, mjög eigulegur og flottur diskur:-) verður til sölu á tónleikunum. Hlakka ekkert smá til að fara á tónleikana( hef aldrei getað hlustað live á kórinn því ég hef alltaf verið með á tónleikum) og fá loksins diskinn í hendurnar ;-)

Bless í bili
Kvefaði kennarinn