áramót
Þá er enn eitt árið að renna sitt skeið. Mikið líður nú tíminn fljótt og maður eldist hratt. En það er nú ekki beint efni þessa pistils heldur lítið uppgjör við árið 2005 sem var ár breytinga og margra nýjunga hjá mér.
Hefst þá lesturinn;-)
Ekki neitt sérstakt að gerast í janúar.
Í febrúar varð fyrsta nýjungin sem fólst í því að ég byrjaði að blogga og skrifa hugsanir mínar og upplifanir á netið:-)
Mars, apríl, ekkert sem ég man eftir.
Í byrjun maí fór ég í ferðalag sem var mjög skemmtilegt og fól í sér margar nýjungar fyrir mig. Fór í fyrsta skipti til Kaupmannahafnar með kórnum mínum, fór í fyrsta sinn í lestarferð, héldum tónleika í mjög flottum sal, og snæddi með bestu lyst kengúrukjöt og krókódílakjöt;-)
Allt nýjar upplifanir.
Langt sumarfrí á launum, ekki gert það áður, alltaf verið að vinna á sumrin og með skóla.
Sumarið: Mín stærsta breyting í lífi mínu og ákvörðun á árinu. Byrjaði að kyrja fyrir framan Gohonzon, og iðka Búddhisma Nichiren Daishonin, fór á hverfisfundi og fundi hjá ungum konum,kynnist mikið af góðu fólki í gegnum SGI, fór á meiriháttar haustnámskeið SGI og tók þátt í sýningunni "Þrír meistarar friðar" sem sett var upp í Ráðhúsi Reykjavíkur ásamt því að undirbúa og taka þátt í friðar og mannréttindar ráðstefnu ungs fólks í Ráðhúsi Reykjavíkur undir yfirskriftinni "Hvað getur ungt fólk lagt að mörkum til mannréttinda og friðarmála á 21. öldinni sem einstaklingar?" Var virk í samtökunum og iðkunninni og ætla að sjálfsögðu að halda því áfram á nýju ári:-)
Búddhisminn hefur hjálpað mér mikið á öllum sviðum lífs míns og ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa byrjað að kyrja og til að staðfesta ákvörðun mína endanlega, og þar með ganga formlega í SGI mun ég byrja nýja árið alveg frábærlega með því að taka á móti Gohonzon á okkar aðalhátíðisdegi/hátíð á morgun 1. jan klukkan 14:00 :-))
Tók við nýjum nemendum í ágúst, algjörum dúllum í 1. bekk og fékk nýjan og æðislegan samstarfskennara mér við hlið:-)
Í enda október fór ég í aðra ferð þar sem allt var líka alveg nýtt og spennandi og markaði dálítil tímamót fyrir mig því ég sigraðist á ótta mínum í kringum það ferli:-)
Eg hef oft verið hrædd/illa við breytingar, bý til miklar og ástæðulausar flækjur fyrirfram í kringum það, og var búin að ákveða að fara alls ekki í þessa ferð þegar verið var að fjalla um hana á fundum. Kennarar og starfsfólk skólans ákvað vikuferð til sjálfrar Ameríku! Ég hélt nú ekki, hef aldrei haft áhuga á þeim stað á jörðinni. En svo herti ég mig upp, ýtti óttanum við Ameríku í burtu og skellti mér með;-)
Ég sé sko alls ekki eftir þeirri ákvörðun, kynnist betur þessu frábæra fólki sem ég er að vinna með, skemmti mér mjög vel, fékk tækifæri til að kynnast og skoða amerískt skólakerfi, öðlaðist meira sjálfstraust, fór í hina frægu Moll of a Amerika, keypti helling af dóti, og manaði mig til að losna við rússíbanaóttann og skellti mér í tvo svoleiðis;-)
Tók mér frí frá kórnum í vetur;-(
svolítið skrýtið, en venst þó.
Nóvember, desember: fór á jólatónleika hjá kórnum mínum, í fyrsta skipti sem ég er ekki með uppi á sviði, undarleg tilfinning fyrst að sitja úti í sal og hlusta, samt skemmtileg og forvitnileg upplifun.
Já, svona var nú árið hjá mér, gleymi/sleppi eflaust einhverju, en þetta eru þau atriði sem mér eru efst í huga nú, ég er stundum svo sjálfhverf;-)
Það gerðist að sjálfsögðu margt gleðilegt og skemmtilegt hjá ættingjum mínum, vinum og kunningjum en það er efni í annan pistil:-)
Elsku dúllurnar mínar, hafið það sem allra best í kvöld og á nýju ári og gangi ykkur sem glæsilegast í öllu því sem þið takið ykkur fyrir hendur í lífinu:-)
Áramóta og nýjárskveðjur:-)
Sandra
<< Home