Jólafréttir
í dag féll síðasta vígið mitt! Hvað er ég nú eiginlega að meina?
Jú ég tók mig til og bakaði nokkrar stórar súkkulaði og hnetubita smákökur:-)
Baksturinn tókst nú svona upp og ofan, reyndar helmingurinn af fyrsta skammtinum brann við, svo það fór beint í ruslið auk þess sem að deigið var svolítið kekkjótt og :-/ Seinni helmingurinn af fyrsta skammtinum tókst mjög vel, kökurnar þykkar og góðar og svo vel að þær kökur eru allar búnar, því Jóa fannst þær svo góðar:-)
Seinni skammturinn var öðru vísi, deigið varð jafnara og þynnra og kökurnar eftir því, samt jafn góðar á bragðið en enn þá mjúkar og erfitt að ná þeim af pappírnum:-(
Vona að þær verði búnar að jafna sig seinna í kvöld;-0
Annars lítið að frétta, glápi bara á videó í kvöld, kláraði að þrífa allt í gær,föndra og skrifa seinustu jólakortin á morgun eða hinn og stefni á að fara í friðargönguna á morgun, ásamt því að kaupa í matinn og skreyta jólatréð:-)
adios, sandra
<< Home