dagarnir
æða áfram alveg hreint á fullu spani. Þetta mun þá vera fyrsta færslan í desember 2005:-)
Er á fullu að klára skýrsluna um skólaheimsóknir frá USA svo ég þurfi nú ekki að endurgreiða styrkinn sem ég fékk fyrir fargjaldinu;-)
Annars er allt rólegt, skrapp í Kringluna áðan eftir Kosen rufu fundinn til að klára jólagjafirnar. Er búin að föndra og skrifa flestöll kortin og senda þau, senda gjafirnar út til vina minna og ættingja í Finnlandi og Noregi. Búin að kaupa allar jólagjafirnar og setja jólaseríur í gluggann!!
Jamm hef ekki gert þetta svona snemma áður en stóran part af þessu má rekja til mikilla gjafakaupa í Ameríku og ég þakka svo sannarlega fyrir að hafa gert það:-) og eiga það ekki eftir í stresslostinu í Kringlunni og Smáralind:-(
Er þá næst á dagskrá að BAKA?? NEI hef aldrei gert það og fer nú ekki að taka upp á því nú á gamalsaldri;-)
Mikið gaman hjá okkur í skólanum í desember, ferð á leikritið Ævintýrið um Augastein, jólasöngvar á sal og í leikskólanum, jólaball og litlujól og jólaföndursdagur á fimmtudaginn:-) hef verið að undirbúa það, klippa út form og efni.
Hafið það gott í vikunni, ætla að halda áfram skýrslugerð og jólaföndri;-)
<< Home