Friday, December 31, 2010

gamlársdagur

já, þá er enn eitt árið að kveðja..
árið 2010 er búið að vera viðburðarríkt, fjölbreytt, fullt af nýjum og spennandi atburðum og viðfangsefnum, skemmtilegt, ögrandi, erfitt, gleðiríkt, fullt af hamingju og fallegum samverustundum:-)

Það helsta sem gerðist var að Gunnar Aðalsteinn Jóhannson kom í heiminn 11. febrúar og þar með fengu allir í fjölskyldunni nýtt hlutverk í fyrsta sinn:-)
ég varð föðursystir, Jói og Lára urðu foreldrar og mamma og Gunni urðu amma og afi:-)


Af öðrum þáttum í lífi mínu á árinu sem standa uppúr er að ég prófaði margt nýtt, einkum því sem tengist líkamsrækt:-)
ég fór í sjósund í 1. skipti og líkaði það vel, tók áskorun í vinnunni og æfði skokk og hlaup ásamt vinnufélögum í tvo mánuði í sumar og tók svo þátt í 10 km hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrsta skipti:-)
Það var mjög skemmtilegt, ögrandi og frábært og ég var stolt af mér af klára það, eftir aðeins 10 vikna þjálfun og hef löngu ákveðið og taka þátt aftur á næsta ári:-)

Svo kláraði ég diplómanámið í desember og mun útskrifast í febrúar 2011 og ég er líka glöð af hafa lokið þeim áfanga, jafnvel þó ég klári ekki meistaranámið..

Eg er líka í ættarmótsnefnd og fer á ættamót í Litluhlíð í júlí 2011, ásamt því að við í vinnunni stefnum á að komast í námsferð til Svíþjóðar í byrjun júní 2011:-)
ég er líka í góðum málum í vinnunni og líkar mjög vel þar:-)

Þetta var það sem var nýtt hjá mér á árinu, en svo var ég líka að gera allt hitt, kyrja, vera í ábyrgð sem valkyrja, hreyfa mig, passa Gunnar (sem er reyndar nýtt hlutverk) en mjög skemmtilegt og krefjandi:-)
vera með vinum og ættingjum, fara í bíó og út að dansa, ganga á fjöll, fara á búddistanámskeið, fara í stuttar ferðir um landið í sumarfríinu, og allt hitt sem ég er að gleyma:-))


Vil þakka öllum kærlega fyrir samveruna, gleði og sorgarstundir, samvinnuna, símtölin, samskiptin og allt hitt á árinu 2010:-)

Megið þið eiga yndisleg, fallegt, skemmtilegt, ögrandi, fjölbreytt, viðburðarríkt og hamingjuríkt árið 2011:-)

Hafið það sem best yfir áramótin, njótið samverustundanna og gangið hægt um gleðinnar dyr:-)

Áramótaknús og kossar:-)
Sandra..

Friday, December 24, 2010

Aðfangadagur


Elsku vinir og ættingjar nær og fjær:-)
Ég óska ykkur gleðilegrar hátíðar og þakka kærlega fyrir samskiptin, samvinnuna og samverustundirnar á þessu frábæra, skemmtilega, yndislega, erfiða og viðburðarríka ári:-)

Ég vona að þið eigið notalegt og hátíðlegt kvöld framundan, að þið finnið frið, von og kærleika í hjarta ykkar og njótið þess að vera saman, borða góðan mat og hvíla ykkur:-)
Risajólaknús:-)
Sandra

Saturday, December 18, 2010

jólalög

Nightwish - Walking in the Air (Live)


Saddur-Baggalútur


Mariah Carey - O' Holy Night (Live From WPC In South Central Los Angeles)


Yfir fannhvíta jörð - brunaliðið


ELVIS Blue Christmas (Best Picture & Sound Quality)


Vetrarsol Live. Bjorgvin Halldorsson


O COME ALL YE FAITHFUL - Celine Dion


Sigga Beinteins - Jólastjarna


Baggalútur - Það koma vonandi jól

gaman

að vera til og njóta lífsins:-)
og nóg um að vera þessa helgi..
átti yndislegan laugardagsmorgun með Gunnari litla frænda sem gisti hér heima síðastliðna nótt:-)
Við vorum að spjalla, syngja, dansa, hlæja og leika okkur til hádegis. Þá kom Lára af vaktinni og við fórum niður í gömlu íbúðina þeirra Jóa og Láru. Þau voru nefnilega að flytja í nýju íbúðina í dag:-)
Flutningarnir gengu eins og í sögu, enda fullt af fólki að hjálpast að:-)
að þessu loknu kíkti ég rétt aðeins í kaffi til mömmu og fór svo heim að hvíla mig og letipúkast:-)
á morgun stefnum við á að skreyta hér heima, setja upp jólaljós og jólatréð:-)
síðan ætla ég að kíkja í heimsókn til Kristínar og sjá Guðrúnu Rósu litlu:-)
og svo um kvöldið er stefnt að því að komast í bíó og sjá Harry Potter:-)
Jamm, svona er nú dagskráin á sunnudeginum fyrir jól...
í næstu viku er saumaklúbbajólakaffi hjá sitthvorum hópnum:-)
bæði á þriðjudagskvöld og miðvikudagskvöld;-)
þá hittust við vinkonurnar á kaffihúsi, skiptumst á jólagjöfum og höfum það kósý:-)

jamm, þetta er yndislegt líf:-)

Læt þetta duga í bili og óska ykkur góðrar helgar...
Elskunar mínar, farið nú varlega á ferðinni um landið og líka bara svona almennt í jólaumferðarstressinu...

En nú eru að koma jól og hér er eitt gamalt og gott jólalag sem mér finnst alveg rosalega skemmtilegt og kemur mér í smá jólastuð:-)



Stuðkveðja
Sandra...

Wednesday, December 15, 2010

hugsið ykkur bara, það eru að koma jól enn og aftur:-)
hvað tíminn líður hratt..

Það er nú svosem nóg búið að gerast undanfarið, ég er til dæmis loksins BÚIN með námið endalausa og mun útskrifast í febrúar 2011:-)
með diplómagráðu eða eins og ég kalla það 1/2 master:-)
ætla að láta það duga í bili, nenni engan veginn að klára heilan master, enda komin með nóg af námi í bili;-)

annars er allt rólegt, ég er enn að vinna í leikskólanum og líkar það mjög vel, er dugleg að kyrja, búin að kaupa flestallar jólagjafirnar og er stundum gamla frænka að passa litla frænda:-)

framundan er nóg af viðburðum, 2 jólakaffiboð, klipping, pössun, kyrjun, jólastúss og fleira.
Við erum enn ekki búin að skreyta íbúðina og setja upp jólaljós vegna anna undanfarið en það stendur til að bæta úr því fljótlega:-)
enda eru jólin alveg að koma:-)

læt þetta nægja í bili, vona að ykkur líði vel og séuð heil heilsu:-)
Stubbaknús:-)
sandra

Vil enda á leiðsögn um gleðina:

5.nóvember

Það er mikilvægt að lifa gleðiríku lífi. Með sterkum anda bjartsýni, þurfum við stöðugt að geta beint hugum okkar í bjarta, jákvæða og ábatasama átt og hjálpa þeim sem í kringum okkur eru að gera slíkt hið sama. Við ættum að leggja okkur fram við að öðlast lífsástand þar sem við finnum fyrir gleði sama hvað gengur á.

It is important that we live cheerfully. With a strong spirit of optimism, we need to be able to continually direct our minds in a bright, positive and beneficial direction and help those around us do so, too. We should strive to develop a state of life where we feel a sense of joy no matter what happens.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda.