Saturday, December 18, 2010

gaman

að vera til og njóta lífsins:-)
og nóg um að vera þessa helgi..
átti yndislegan laugardagsmorgun með Gunnari litla frænda sem gisti hér heima síðastliðna nótt:-)
Við vorum að spjalla, syngja, dansa, hlæja og leika okkur til hádegis. Þá kom Lára af vaktinni og við fórum niður í gömlu íbúðina þeirra Jóa og Láru. Þau voru nefnilega að flytja í nýju íbúðina í dag:-)
Flutningarnir gengu eins og í sögu, enda fullt af fólki að hjálpast að:-)
að þessu loknu kíkti ég rétt aðeins í kaffi til mömmu og fór svo heim að hvíla mig og letipúkast:-)
á morgun stefnum við á að skreyta hér heima, setja upp jólaljós og jólatréð:-)
síðan ætla ég að kíkja í heimsókn til Kristínar og sjá Guðrúnu Rósu litlu:-)
og svo um kvöldið er stefnt að því að komast í bíó og sjá Harry Potter:-)
Jamm, svona er nú dagskráin á sunnudeginum fyrir jól...
í næstu viku er saumaklúbbajólakaffi hjá sitthvorum hópnum:-)
bæði á þriðjudagskvöld og miðvikudagskvöld;-)
þá hittust við vinkonurnar á kaffihúsi, skiptumst á jólagjöfum og höfum það kósý:-)

jamm, þetta er yndislegt líf:-)

Læt þetta duga í bili og óska ykkur góðrar helgar...
Elskunar mínar, farið nú varlega á ferðinni um landið og líka bara svona almennt í jólaumferðarstressinu...

En nú eru að koma jól og hér er eitt gamalt og gott jólalag sem mér finnst alveg rosalega skemmtilegt og kemur mér í smá jólastuð:-)



Stuðkveðja
Sandra...