Wednesday, December 15, 2010

hugsið ykkur bara, það eru að koma jól enn og aftur:-)
hvað tíminn líður hratt..

Það er nú svosem nóg búið að gerast undanfarið, ég er til dæmis loksins BÚIN með námið endalausa og mun útskrifast í febrúar 2011:-)
með diplómagráðu eða eins og ég kalla það 1/2 master:-)
ætla að láta það duga í bili, nenni engan veginn að klára heilan master, enda komin með nóg af námi í bili;-)

annars er allt rólegt, ég er enn að vinna í leikskólanum og líkar það mjög vel, er dugleg að kyrja, búin að kaupa flestallar jólagjafirnar og er stundum gamla frænka að passa litla frænda:-)

framundan er nóg af viðburðum, 2 jólakaffiboð, klipping, pössun, kyrjun, jólastúss og fleira.
Við erum enn ekki búin að skreyta íbúðina og setja upp jólaljós vegna anna undanfarið en það stendur til að bæta úr því fljótlega:-)
enda eru jólin alveg að koma:-)

læt þetta nægja í bili, vona að ykkur líði vel og séuð heil heilsu:-)
Stubbaknús:-)
sandra

Vil enda á leiðsögn um gleðina:

5.nóvember

Það er mikilvægt að lifa gleðiríku lífi. Með sterkum anda bjartsýni, þurfum við stöðugt að geta beint hugum okkar í bjarta, jákvæða og ábatasama átt og hjálpa þeim sem í kringum okkur eru að gera slíkt hið sama. Við ættum að leggja okkur fram við að öðlast lífsástand þar sem við finnum fyrir gleði sama hvað gengur á.

It is important that we live cheerfully. With a strong spirit of optimism, we need to be able to continually direct our minds in a bright, positive and beneficial direction and help those around us do so, too. We should strive to develop a state of life where we feel a sense of joy no matter what happens.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda.