gamlársdagur
já, þá er enn eitt árið að kveðja..
árið 2010 er búið að vera viðburðarríkt, fjölbreytt, fullt af nýjum og spennandi atburðum og viðfangsefnum, skemmtilegt, ögrandi, erfitt, gleðiríkt, fullt af hamingju og fallegum samverustundum:-)
Það helsta sem gerðist var að Gunnar Aðalsteinn Jóhannson kom í heiminn 11. febrúar og þar með fengu allir í fjölskyldunni nýtt hlutverk í fyrsta sinn:-)
ég varð föðursystir, Jói og Lára urðu foreldrar og mamma og Gunni urðu amma og afi:-)
Af öðrum þáttum í lífi mínu á árinu sem standa uppúr er að ég prófaði margt nýtt, einkum því sem tengist líkamsrækt:-)
ég fór í sjósund í 1. skipti og líkaði það vel, tók áskorun í vinnunni og æfði skokk og hlaup ásamt vinnufélögum í tvo mánuði í sumar og tók svo þátt í 10 km hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrsta skipti:-)
Það var mjög skemmtilegt, ögrandi og frábært og ég var stolt af mér af klára það, eftir aðeins 10 vikna þjálfun og hef löngu ákveðið og taka þátt aftur á næsta ári:-)
Svo kláraði ég diplómanámið í desember og mun útskrifast í febrúar 2011 og ég er líka glöð af hafa lokið þeim áfanga, jafnvel þó ég klári ekki meistaranámið..
Eg er líka í ættarmótsnefnd og fer á ættamót í Litluhlíð í júlí 2011, ásamt því að við í vinnunni stefnum á að komast í námsferð til Svíþjóðar í byrjun júní 2011:-)
ég er líka í góðum málum í vinnunni og líkar mjög vel þar:-)
Þetta var það sem var nýtt hjá mér á árinu, en svo var ég líka að gera allt hitt, kyrja, vera í ábyrgð sem valkyrja, hreyfa mig, passa Gunnar (sem er reyndar nýtt hlutverk) en mjög skemmtilegt og krefjandi:-)
vera með vinum og ættingjum, fara í bíó og út að dansa, ganga á fjöll, fara á búddistanámskeið, fara í stuttar ferðir um landið í sumarfríinu, og allt hitt sem ég er að gleyma:-))
Vil þakka öllum kærlega fyrir samveruna, gleði og sorgarstundir, samvinnuna, símtölin, samskiptin og allt hitt á árinu 2010:-)
Megið þið eiga yndisleg, fallegt, skemmtilegt, ögrandi, fjölbreytt, viðburðarríkt og hamingjuríkt árið 2011:-)
Hafið það sem best yfir áramótin, njótið samverustundanna og gangið hægt um gleðinnar dyr:-)
Áramótaknús og kossar:-)
Sandra..
<< Home