Wednesday, January 27, 2010

er í

góðum fíling núna og líður mjög vel:-)
Góður dagur í dag og litlir sigrar á ákveðnum sviðum sem komu skemmtilega á óvart og bættu enn á hátt lífsástand, þakklætið og lífsgleðina:-)
Var á frábærum fyrirlestri í gærkvöldi um karma:-)
Svo eru góðar fréttir af fjölskyldumeðlimum sem ég hef kyrjað mikið fyrir og samgleðst ég þeim mjög:-)

Sit nú við tölvuna að læra og undirbúa verkefni í báðum námskeiðunum, gaman að því og gott að vinna fram í tímann, nota tækifærið þegar ekkert annað er á dagskrá:-)

Jamm, svo er súpukyrjun hjá mér á laugardaginn, ætla jafnvel að prufa frumraun mína í kjötsúpugerð, kemur í ljós hvað gerist;-)

framhald síðar....

Óska ykkur góðra daga, hamingju, góðrar heilsu og sigurs á öllum sviðum lífsins:-)
Nam-mjó-hó-renge-kjó...
Knús og kossar..
Sandra

Gef Ikeda orðið:

27.janúar

Að skoða atburði og aðstæður í jákvæðu ljósi er mikilvægt. Styrkurinn, viskan og gleðin sem fylgja slíku viðhorfi leiða til hamingju. Að skoða allt í jákvæðu ljósi eða í anda góðs vilja, þýðir hins vegar ekki að vera kjánalega trúgjarn og leyfa fólki að notfæra sér góðmennsku okkar. Það þýðir að hafa viskuna og skilninginn til að raunverulega færa allt í jákvæða átt með því að sjá hlutina í sínu besta ljósi, en hafa samt alltaf augun staðfastlega á raunveruleikanum.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, January 25, 2010

sit

hér við tölvuna, með músik í eyrum og les og fræðist um breytingar á menntakerfinu í USA í seinni heimstyrjöldinni:-)
Þeta er fyrsta verkefnið í áfanganum um stefnur og strauma í náttúrufræðimenntun:-)
Ég hef mikinn áhuga á náminu núna og langt síðan ég hef getað sökkt mér vel ofan í námsefnið, þessi námskeið eru líka að miklum hluta byggð á áhugasviði nemenda og ekki of mikið "skipulögð" eins og sum námskeið sem ég hef tekið:-)
en það eru líka ákveðin verkefni, bækur og greinar sem allir þurfa að lesa, vinna og leysa úr, sem er líka gott:-)
Í þessu verkefni eru allir að lesa sömu bókina, en fá einn kafla sem kennarinn úthlutar og eiga að gera úrdrátt úr honum, en það á ekki að endursegja kaflann, heldur taka aðalatriðin, og líka að skrifa okkar álit á því og svoleiðis verkefni kalla ég "pælingar" eða "flæðandi" verkefni:-)
og það er skemmtilegt, reynir svolítið á, og vekur mann til umhugsunar um efnið:-)

En samhliða öllum lestri og verekfnum í námskeiðinu á að halda lestrardagbók með hugleiðingum og framkvæmd, og það er líka spennandi og ögrandi:-)
svo í reynd er verið að vinna að tveim hlutum i einu:-)
ég hef haldið svona lestrardagbók í áföngum í grunnnáminu, þannig að það er ekki nýtt fyrir mér...

En svo er líka annað sem spilar inn í námið núna, það er að nú hef ég einhvern veginn meiri tíma til að sinna þessu, og þetta eru nær allt einstaklingsverkefni, þannig að ég get lært þegar það hentar:-)
ég hef alltaf gefið mér tíma, en hef stundum verið á síðustu stundu...
en hef svosem fari í gengum allskonar hluti í gegnum námið, stór og lítil verkefni, hóp, tvenndar og einstaklingsverkefni, verið í gagnlitlum, gefandi, leiðinlegum og skemmtilegum verkefnum og allt þar á milli, "flæðandi" og "ofurskipulögðum" námskeiðum, og margt fleira:-)

En svona er þetta núna, gaman, áhugavert og verkefnin eru mörg, fjölbreytt og lítil og skilafrestur dreifist vel:-)
og nú er bara að halda þessum dampi áfram:-)

Læt þetta nægja í bili....
Sandra sæla:-)

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

22.janúar

Á endanum, byggist hamingja þín á því hversu sterkur skilningur þinn er á sjálfinu eða tilverunni. Hamingjan liggur ekki í ytri ásýnd né heldur í hégóma. Málið er hvað þú finnur innra með þér; það er djúp samstilling í lífi þínu. Að vera á hverjum degi uppfullur af gleði og tilgangi, að ná að ljúka verkefnum og djúpri innri fullnægju – fólki sem líður svona er hamingjusamt. Þeir sem hafa þessa fullnægju jafnvel þótt það sé mikið að gera eru miklu hamingjusamari en þeir sem hafa tíma en eru tómir að innan.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, January 19, 2010

nú eru verkefnin í náminu að skýrast eitt af öðru. Það eru komnar verkefnalýsingar og fullt af lesefni, og nú reynir á skipulagahæfileika, forgangsröðun og sjálfsagann:-)
Er byrjuð að lesa og undirbúa mig svo þetta er allt í rétta átt:-)
og búin að skila fyrsta verkefninu, degi á undan skilafresti:-)

Jamm, þetta er skemmtileg áskorun og ég hlakka til að takast á við eitthvað nýtt og líka kunnulegt efni:-)

Svo er líka nóg um að vera í búddismanum, fundir, ábyrgðir og kyrjanir:-)
Var einmitt að undirbúa fræðslu áðan sem ég verð með á umræðufundinum í hverfinu mínu á fimmtudagskvöldið:-)

nóg í bili frá mér, vona að þið eigið góða og fjölbreytta daga í góðum félagsskap:-)
Strumpaknús..
Sandra

Leiðsögn frá Ikeda:

18.Janúar

Dr. Martin Luther King yngri, sem var mikill baráttumaður fyrir mannréttindum sagði: "ágengasta spurning lífsins er, hvað ertu að gera fyrir aðra?" Segðu ekki að þú munir gera það "einhvern tímann"; núna er tíminn. Segðu ekki "einhver" mun gera það; gerð þú það. Núna er rétti tíminn fyrir æskuna að taka fulla ábyrgð og ryðja brautina að sigri fólks.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Leiðsögn dagsins

19.janúar

Það að þjást og ganga í gengum erfiðleika fyrir vini sína og fyrir að breiða út lögmálið sýnir ábyrgðartilfinningu ósvikins leiðtoga og er framkoma bottisattva. Það er engin þjáning eða erfiðleikar sem bottisattva jarðar getur ekki þolað. Svo að hvað sem gerist, mundi ég vilja að þið færist stöðugt áfram, eitt skref í einu, kyrjandi nam-mjóhó-renge-kjó kraftmiklum röddum.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Saturday, January 16, 2010

er

núna á fullu að vinna fyrsta verkefnið í listaáfanganum sem á að skila á mánudaginn:-)

Var valkyrja í morgun, gott og skemmtilegt að byrja daginn á 2 tíma kyrjun og hitta fullt af frábærum búddistum:-)

Svo eftir kyrjun fór ég upp í Kennó, keypti nokkrar námsbækur og prentaði út 120 bls grein sem ég þarf að byrja að lesa fljótlega...

Í gær fékk einn úr fjölskyldunni stóran ávinning og óska ég honum til hamingju:-)

Vil óska Gyðu minni og Óla bróðir mínum innilega til hamingju með afmælið:-)

Jæja krúttin mín, ég vona að ykkur líði öllum vel og að þið sigrið á öllum sviðum lífs ykkar og munið að þið hafið alla möguleika til að eignast varanlega hamingju og gott líf og sigra alla erfiðleika og hindranir sem upp koma:-)

Nam-mjó-hjó-renge-kjó;-)

Knús og kossar
Sandra námsmaður...

Vil gefa Ikeda orðið:
27. desember

Sama hverjar kringumstæðurnar eru, aldrei skaltu játa þig sigraðan. Aldrei halda að þú sért komin í blindgötu, að allt sé búið. Þú býrð yfir dýrðlegri framtíð. Og einmitt þess vegna, verðurðu að þrauka og fræðast. Lífið er eilíft. Við verðum að einbeita okkur að þessum tveimur tilverum, nútíð og framtíð og ekki festast í fortíðinni. Við verðum ávallt að hafa það að leiðarljósi að byrja upp á nýtt “frá þessu augnabliki”, að hefja nýja baráttu á hverjum degi.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Wednesday, January 13, 2010

Góðan daginn

og gleðilegt nýtt ár:-)

Já, margt hafa dagarnir borið í skauti sér og ýmislegt skeð, bæði gleðilegt og sorglegt hjá mér og fólkinu í kringum mig..
En ég skrifa nú kannski um það seinna.
Ég hef nefnilega ekki komist inn á bloggsíðuna undanfarið vegna einhverrar bilunar í netheimum, en nú er það vonandi komið í lag:-)

En nú er ný önn byrjuð í skólanum og eins og er er ég skráð í 2 spennandi námskeið, sjáum til hvort ég klári þau bæði, en allavega verð ég í verkefnavinnu um helgina:-)
Svo hef ég líka núna meiri tíma til að sinna búddismanum og vera í ábyrgð og mæta á fundi, verð t.d. í hlutverki valkyrju á laugardaginn;-)

Læt þetta nægja í bili, er að fara út úr dyrunum...
heyrumst
Sandra

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

9.janúar

Hinn sanni ávinningur hins leynda lögmáls er lítt áberandi. Alveg eins og tré stækkar og verður sterkara ár frá ári, og bætir við sig vaxtarhringjum sem eru ómerkjanlegir mannlegu auga, munum við líka vaxa í átt að sigursælli tilveru. Af þessari ástæðu er mikilvægt að við lifum lífinu af þrautsegju og jafnvægi byggt á trú.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

The real benefit of the Mystic Law is inconspicuous. Just as trees grow taller and stronger year after year, adding growth rings that are imperceptible to the human eye, we too will grow toward a victorious existence. For this reason it is important that we lead tenacious and balanced lives based on faith.