Wednesday, January 27, 2010

er í

góðum fíling núna og líður mjög vel:-)
Góður dagur í dag og litlir sigrar á ákveðnum sviðum sem komu skemmtilega á óvart og bættu enn á hátt lífsástand, þakklætið og lífsgleðina:-)
Var á frábærum fyrirlestri í gærkvöldi um karma:-)
Svo eru góðar fréttir af fjölskyldumeðlimum sem ég hef kyrjað mikið fyrir og samgleðst ég þeim mjög:-)

Sit nú við tölvuna að læra og undirbúa verkefni í báðum námskeiðunum, gaman að því og gott að vinna fram í tímann, nota tækifærið þegar ekkert annað er á dagskrá:-)

Jamm, svo er súpukyrjun hjá mér á laugardaginn, ætla jafnvel að prufa frumraun mína í kjötsúpugerð, kemur í ljós hvað gerist;-)

framhald síðar....

Óska ykkur góðra daga, hamingju, góðrar heilsu og sigurs á öllum sviðum lífsins:-)
Nam-mjó-hó-renge-kjó...
Knús og kossar..
Sandra

Gef Ikeda orðið:

27.janúar

Að skoða atburði og aðstæður í jákvæðu ljósi er mikilvægt. Styrkurinn, viskan og gleðin sem fylgja slíku viðhorfi leiða til hamingju. Að skoða allt í jákvæðu ljósi eða í anda góðs vilja, þýðir hins vegar ekki að vera kjánalega trúgjarn og leyfa fólki að notfæra sér góðmennsku okkar. Það þýðir að hafa viskuna og skilninginn til að raunverulega færa allt í jákvæða átt með því að sjá hlutina í sínu besta ljósi, en hafa samt alltaf augun staðfastlega á raunveruleikanum.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda