Góðan daginn
og gleðilegt nýtt ár:-)
Já, margt hafa dagarnir borið í skauti sér og ýmislegt skeð, bæði gleðilegt og sorglegt hjá mér og fólkinu í kringum mig..
En ég skrifa nú kannski um það seinna.
Ég hef nefnilega ekki komist inn á bloggsíðuna undanfarið vegna einhverrar bilunar í netheimum, en nú er það vonandi komið í lag:-)
En nú er ný önn byrjuð í skólanum og eins og er er ég skráð í 2 spennandi námskeið, sjáum til hvort ég klári þau bæði, en allavega verð ég í verkefnavinnu um helgina:-)
Svo hef ég líka núna meiri tíma til að sinna búddismanum og vera í ábyrgð og mæta á fundi, verð t.d. í hlutverki valkyrju á laugardaginn;-)
Læt þetta nægja í bili, er að fara út úr dyrunum...
heyrumst
Sandra
Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:
9.janúar
Hinn sanni ávinningur hins leynda lögmáls er lítt áberandi. Alveg eins og tré stækkar og verður sterkara ár frá ári, og bætir við sig vaxtarhringjum sem eru ómerkjanlegir mannlegu auga, munum við líka vaxa í átt að sigursælli tilveru. Af þessari ástæðu er mikilvægt að við lifum lífinu af þrautsegju og jafnvægi byggt á trú.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
The real benefit of the Mystic Law is inconspicuous. Just as trees grow taller and stronger year after year, adding growth rings that are imperceptible to the human eye, we too will grow toward a victorious existence. For this reason it is important that we lead tenacious and balanced lives based on faith.
<< Home