Monday, January 25, 2010

sit

hér við tölvuna, með músik í eyrum og les og fræðist um breytingar á menntakerfinu í USA í seinni heimstyrjöldinni:-)
Þeta er fyrsta verkefnið í áfanganum um stefnur og strauma í náttúrufræðimenntun:-)
Ég hef mikinn áhuga á náminu núna og langt síðan ég hef getað sökkt mér vel ofan í námsefnið, þessi námskeið eru líka að miklum hluta byggð á áhugasviði nemenda og ekki of mikið "skipulögð" eins og sum námskeið sem ég hef tekið:-)
en það eru líka ákveðin verkefni, bækur og greinar sem allir þurfa að lesa, vinna og leysa úr, sem er líka gott:-)
Í þessu verkefni eru allir að lesa sömu bókina, en fá einn kafla sem kennarinn úthlutar og eiga að gera úrdrátt úr honum, en það á ekki að endursegja kaflann, heldur taka aðalatriðin, og líka að skrifa okkar álit á því og svoleiðis verkefni kalla ég "pælingar" eða "flæðandi" verkefni:-)
og það er skemmtilegt, reynir svolítið á, og vekur mann til umhugsunar um efnið:-)

En samhliða öllum lestri og verekfnum í námskeiðinu á að halda lestrardagbók með hugleiðingum og framkvæmd, og það er líka spennandi og ögrandi:-)
svo í reynd er verið að vinna að tveim hlutum i einu:-)
ég hef haldið svona lestrardagbók í áföngum í grunnnáminu, þannig að það er ekki nýtt fyrir mér...

En svo er líka annað sem spilar inn í námið núna, það er að nú hef ég einhvern veginn meiri tíma til að sinna þessu, og þetta eru nær allt einstaklingsverkefni, þannig að ég get lært þegar það hentar:-)
ég hef alltaf gefið mér tíma, en hef stundum verið á síðustu stundu...
en hef svosem fari í gengum allskonar hluti í gegnum námið, stór og lítil verkefni, hóp, tvenndar og einstaklingsverkefni, verið í gagnlitlum, gefandi, leiðinlegum og skemmtilegum verkefnum og allt þar á milli, "flæðandi" og "ofurskipulögðum" námskeiðum, og margt fleira:-)

En svona er þetta núna, gaman, áhugavert og verkefnin eru mörg, fjölbreytt og lítil og skilafrestur dreifist vel:-)
og nú er bara að halda þessum dampi áfram:-)

Læt þetta nægja í bili....
Sandra sæla:-)

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

22.janúar

Á endanum, byggist hamingja þín á því hversu sterkur skilningur þinn er á sjálfinu eða tilverunni. Hamingjan liggur ekki í ytri ásýnd né heldur í hégóma. Málið er hvað þú finnur innra með þér; það er djúp samstilling í lífi þínu. Að vera á hverjum degi uppfullur af gleði og tilgangi, að ná að ljúka verkefnum og djúpri innri fullnægju – fólki sem líður svona er hamingjusamt. Þeir sem hafa þessa fullnægju jafnvel þótt það sé mikið að gera eru miklu hamingjusamari en þeir sem hafa tíma en eru tómir að innan.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda