Friday, February 20, 2009

Fékk

þennan texta sendan og vildi deila honum með ykkur. Þetta vekur mann til umhugsunar og fyrsta orðið sem kom upp í hugann eftir lesturinn var þakklæti;-)

Staðan í veröldinni - 2006

Ef samsetning jarðarbúa væri heimfærð yfir á 100 manna þorp á Íslandi myndi samsetning íbúa vera skv. eftirfarandi:
57 asískir (57%)
21 evrópskir (21%)
14 amerískir ( norður- og suðuramerískir) (14%)
8 afrískir (8%)
52 konur
48 karlar
70 dökkir
30 hvítir
89% gagnkynhneigðir
11% samkynhneigðir

6 manns myndu eiga 59% öllum auði heimsins og allir væru þeir frá Bandaríkjum norður ameríku.
80 myndu búa við slæm lífsskilyrði.
70 myndu vera ómenntaðir.
50 væru vannærðir
1 myndi deyja
2 myndu fæðast
1 ætti tölvu
1 (aðeins einn!) myndi hafa æðri menntun

Þegar þú lítur á heiminn frá þessu sjónarhorni, getur þú séð að í heiminum er virkileg þörf á samstöðu, skilningi, þolinmæði og menntun.

Veltu því einnig fyrir þér að:

- ef þú vaknaðir með fulla heilsu í morgun, ertu lánsamari en sú ein milljón jarðarbúa sem mun ekki lifa af næstu viku.

- ef þú hefur aldrei þurft að búa við styrjaldarátök,
þá tortímandi kvöl sem fylgir innilokun í fangaklefa,
eða hungur,
ertu lánsamari en 500 milljónir manna í heiminum.

- ef þú getur farið í kirkju (eða mosku) án ótta við fangelsun eða dauða ertu lánsamari en 3 milljónir manna í heiminum.

- ef það er matur í ískápnum þínum
og þú átt föt og skó,
átt rúm og þak yfir höfuðið,
ertu ríkari en 75% mannkyns!

- ef þú átt bankareikning, peninga í veskinu þínu og smáaura í bauknum,
tilheyrir þú þeim 8% af fólki í heiminum sem telst vera að gera það gott!

Ef þú gast lesið ofangreint býrðu við þrefalda blessun því að:
1. einhver hugsaði til þín
2. þú tilheyrir ekki þeim 200 milljónum manna sem kunna ekki að lesa.
3. og ... þú átt tölvu!

Leiðsögn frá Ikeda:
17.febrúar

Lífið hefur kraft, á við eldtungur sem teygja sig til himins, til að breyta þjáningu og sársauka í þá orku sem þarf til að skapa verðmæti, í ljós sem útilokar myrkrið. Eins og vindurinn fer óhindraður um himingeiminn, hefur lífið kraftin til að uppræta og umbreyta öllum hindrunum og erfiðleikum. Eins og tært rennandi vatn, getur það þvegið burt alla bletti og óhreinindi. Og síðast en ekki síst, lífið, rétt eins og þessi stórkostlega jörð sem nærir allan gróður, verndar allar manneskjur án nokkurrar hlutdrægni með sínum samúðarfulla, nærandi krafti.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Thursday, February 19, 2009

Svo

gaman að vera til:-)
Vil byrja á að segja frá því að í dag á ég 4 ára bloggafmæli;-)
Þetta byrjaði sem ein bloggfærsla á einni síðu en síðan hef ég bætt við nokkrum undirsíðum í gegnum árin og nýjasta er tónlistarsíðan þar sem ég safna saman flottum, góðum, skemmtilegum og áhugaverðum tónlistarmyndböndum:-)

Ég er að kenna hóp af frábærum og duglegum krökkum og gerum við margt skemmtilegt saman;-)
Er í skemmtilegu og fróðlegu háskólanámi;-)
fór á góðan og skemmtilegan búddistafund í gær og mikið hlegið;-)
Svo er stefnt á verkefnavinnu á laugardag með Guðrúnu sætu og svo er saumóklúbbur á miðvikudaginn, fræðslufundur á þriðjudag og súpukyrjun á sunnudaginn;-)
já, svo er starfsmannaviðtalið á mánudaginn, spennó að vita hvernig ég kem undan vetri;-)

Er spennt yfir tveimur námskeiðum(tækifærum) sem komu upp í hendur mínar um daginn og eru í vinnslu..
Annað er búddistanámskeið(víkinga og valkyrju) sem er haldið í Danmörku í byrjun ágúst.
Frétti fyrst af þessu í janúar, en hélt svo að þetta væri dottið uppfyrir, þar sem ekki höfðu borist neinar fréttir af því, en fékk að vita síðustu helgi að við á Íslandi fengum úthlutað nokkrum sætum og það er í fyrsta skipti sem við fáum pláss:-)
og ég var ekki sein að skrifa mig á listann;-)
og er búin að ákveða að fara;-)

Af hinu námskeiðinu fékk ég að vita fyrir tveim dögum á kynningu hjá enskukennara á yngsta stigi í skólanum.
Þannig er að næsta vetur byrjum við að kenna ensku í 2. bekk. Við fengum að vita að það eru 5 daga sumarnámskeið í Skotlandi um enskukennslu yngri barna, sem er spennandi, en það sem betra er, er að það er hægt að sækja um styrk sem dekkar allan kostnað við námskeiðið, flug og gistingu;-)
og það eru mikilar líkur á að þeir sem sækja um þennan styrk fá hann, svo nú erum við orðnar frekar heitar fyrir þessu, að sækja um og skella okkur á námskeið í Skotlandi í sumar;-)
Svo það er aldrei að vita nema að ég fari á tvö námskeið erlendis í sumar, þar af annað ókeypis:-)

Jamm, margt skemmtileg og spennandi í gangi, og ég er svo þakklát fyrir allt sem ég hef og á; búddismann,Gohonzon, góða og yndislega vini og ættingja, góða vinnu, tækifæri til náms, fínan bíl, ágætis heilsu, þak yfir höfuðið, ást, vináttu, ábyrgð á eigin lífi og hamingju:-)

Læt þetta nægja í bili.
Óska ykkur yndislegra daga framundan..
Knús og kossar
Sandra sæla..

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda.

19.febrúar

Þetta lífshlaup mun aldrei koma aftur; það er verðmætt og óbætanlegt. Til að lifa án eftirsjár, er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa tilgang og halda stöðugt áfram að setja okkur markmið og skora á okkur sjálf. Það er jafn mikilvægt að við færumst stöðugt í átt að ákveðnum markmiðum, staðföst og sterk, eitt skref í einu.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, February 17, 2009

Mannúðarbylting

Vil deila með ykkur grein um mannúðarbyltingu eftir Eygló Jónsdóttir sem er formaður SGI á Íslandi..

ÞJÓÐFÉLAG okkar stendur á miklum tímamótum. Það ríkir vonleysi, ótti og reiði sem fær útrás í þeirri miklu öldu mótmæla sem dunið hefur yfir samfélagið. Þjóðin er reið, það hefur verið gengið á rétt okkar og við viljum breytingar.

Búddískar kenningar segja að þær kringumstæður sem ríkja í samfélaginu og landinu séu endurspeglun á hugarfari fólksins. Máttur hugans er takmarkalaus: Það er hugurinn sem skapar umhverfið. Ef við lítum til baka þá hafa undanfarin tíu til fimmtán ár einkennst af gegndarlausri græðgi, peninga- og neysluhyggju. Fjárhagsleg arðsemi og takmarkalaus gróðahyggja var sett ofar öllu. Manngildi og jöfnuður gleymdust á þessum tímum ofurlauna og útrásar. Mörg okkar kvörtuðu í hálfum hljóðum þegar bankamenn fengu hundruð milljóna í arðgreiðslur ofan á mánaðarleg ofurlaun og við spurðum okkur, hvað er svona merkilegt við vinnuna þeirra? Er ég, sem er að kenna ungmennum landsins, hjúkra þeim sjúku eða gæta barnanna, á einhvern hátt ómerkilegri eða framlag mitt til samfélagsins minna virði? Ég sem rétt skrimti í þessu mikla góðæri á smánarlaunum.

En raddirnar voru hjáróma og þaggaðar niður af valdamönnum sem útskýrðu mikilvægi þessara stóru og miklu peningamanna.

Þegar einstaklingar samfélagsins eru ekki lengur metnir að verðleikum heldur eftir auðsöfnun þeirra og fjárhagslegu umfangi þá er samfélagið sjúkt. Þá eru hugir fólksins sjúkir. Afleiðingin var hrun hagkerfisins með þeirri gríðarlegu þjáningu sem það hefur haft í för með sér fyrir fólkið í landinu.

Reiði er það ástand sem nú endurspeglast í þjóðfélaginu. Þessi reiði er réttlát og eðlileg afleiðing af því sem á undan er gengið. Reiðin er lífsástand sem felur í sér mikla orku og knýr fólk áfram til framkvæmda. Reiðin getur því orðið sá drifkraftur umbreytinga sem fólkið í þessu landi þráir. Hins vegar hefur reiðin aðra birtingarmynd. Hún getur einnig snúist upp í neikvæðni og niðurrif eins og gerðist aðfaranótt 22. janúar þegar hópur fólks réðst með grjótkasti á lögreglumenn sem voru að sinna sínum skyldustörfum. Það var skammarblettur sem vonandi mun aldrei endurtaka sig á Íslandi, því ofbeldi er ekkert annað en ósigur mannsandans.

„Við viljum byltingu“ heyrði ég nokkur ungmenni hrópa í þessum mótmælum.

Hvað þýðir bylting? Í gegnum söguna hafa ýmsar byltingar verið gerðar á stjórnarfari og þjóðfélögum. Því miður er það nú svo að flestar byltingar hafa endað þannig að það eina sem breyttist var að nýir herrar settustvið stjórnvölinn. Ef við viljum sjá raunverulega umbreytingu í okkar þjóðfélagi þá verður að eiga sér stað bylting hugarfarsins.

Hinn mikli friðarsinni og heimspekingur Daisaku Ikeda kallar slíka umbreytingu „mannúðarbyltingu“. Hann segir: „Stórfengleg innri umbreyting á einum einstaklingi mun eiga þátt í að breyta örlögum þjóðar og mun ennbfremur breyta örlögum mannkynsins.“ Þegar einstaklingur ákveður að gera jákvæðar breytingar í lífi sínu mun það hafa í för með sér breytingar á umhverfi hans. Þetta kraftmikla ferli sköpunar og uppbyggingar frá ótta til öryggis, frá niðurrifi til sköpunar, frá hatri og reiði til umhyggju og samkenndar hefur í för með sér endurnýjun samfélagsins.

Við sem byggjum þetta land getum umbreytt þeim gildum sem þjóðfélagið byggir á. Með því að breyta okkar hugarfari. Við getum breytt þessu þjóðfélagi í mannvænt samfélag þar sem manngildin eru metin að verðleikum og þar sem réttlæti og jöfnuður þegnanna er álitinn sjálfsagður. Við getum öll lifað mannsæmandi og góðu lífi á þessu gjöfula landi. Þetta getur þó aðeins gerst ef þjóðin hefur skýra mannúðarheimspeki til að lifa eftir. Heimspeki þar sem lífið sjálft er metið það dýrmætasta og allir þjóðfélagsþegnar sitja við sama borð og hafa rétt á að lifa hamingjusömu mannvænu lífi. Sönn bylting hefst í hjarta einnar manneskju og breiðist þannig út til samfélagsins.

Mannúðarbylting

Eygló Jónsdóttir er formaður SGI á Íslandi,

friðar- og mannúðarsamtaka búddista.

Leiðsögn dagsins frá Ikeda forseta SGI:

18.febrúar

Trúarlegar deilur þarf að forðast með öllum ráðum; þær ætti ekki að leyfa undir neinum kringumstæðum. Fólk getur haft mismunandi trúarskoðanir, en þegar allt kemur til alls erum við öll manneskjur. Við sækjumst öll eftir hamingju og þráum frið. Trú ætti að færa fólk saman. Trú ætti að sameina möguleika hins góða í hjörtum fólks svo það verði til góðs fyrir samfélagið og mannkyn allt og skapi betri framtíð.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Friday, February 13, 2009

er

að færa tónlistina yfir á nýja síðu hér til hliðar sem er undir "hinar síðurnar mínar" tónlist.
Annars er allt gott að frétta, kyrjun fyrir hádegi á morgun og lærdómur eftir hádegi:-)
og ég óska öllum til hamingju með ástardaginn/V-daginn á morgun;-)
Fór í staðlotu í vikunni og var það skemmtileg, gagnleg og fróðleg upplifun;-)
Annars frekar rólegt og allt gengur sinn vanagang...
Kveð í bili
Sandra syfjaða...
Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

11.febrúar

Á því augnabliki sem við ásetjum okkur að “ég ætla að verða heilbrigð/ur!” “ég ætla að verða sterk/ur!” “ég ætla að vinna af gleði fyrir kosen-rufu!” munu líf okkar byrja að færast í þá átt. Við verðum að taka ákvörðun.


1900: fæðingardagur Josei Toda, annars forseta Soka Gakkai.
1996: Menningarstofnun Toda fyrir alheims frið og stefnumála rannsóknir stofnuð af forseta SGI, Ikeda í Tokyo; útibú opnað á Hawai 1997.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, February 10, 2009

Það

er svo gaman í vinnunni og börnin eru dugleg, frábær og áhugasöm;-)
við höfum fræðst um, skoðað, og unnið með fjölbreytt og skemmtileg verkefni, má þar nefna: Grétar og tímavélin, 100-taflan, huldufólk, sögugerð, umhverfismennt, Burstaprinsessan, Zippý, Goggi gráðugi, litablöndun með málningu, myndasögugerð um geiturnar þrjár, vetrarmyndir, tannálfar, ljóð, stærðfræðispil, samlagning, augað, líf á dögum Jesú, farið á bókasafnið, prófað að setja inn myndir og texta í Word, ævintýri, þjóðsögur, landslagsmyndir, veðurkort, söngur á sal og margt fleira:-)
Það eru mörg flott listaverkin sem hafa prýtt veggina og hef ég alltaf tekið myndir af því öllu;-)

En á morgun verð ég í hlutverki námsmanns, fer í staðlotu í Kennó, og svo er ungrakvennafundur annaðkvöld:-)

Jamm, gaman að vera til og njóta hverrar stundar;-)

Nóg um mig í bili, vona að ykkur líði vel og hafið það gott...
hópknús og hamingja til ykkar elsku vinir;-)
Sandra sátta...

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

29. janúar
Ástundun búddisma jafngildir því að vera sigursæll. Með því að taka framförum í sérhverju skrefi í veruleika hins hversdagslega lífs okkar, sýna merki raunverulegra sannanna með því að verða sigurvegarar og takast vel upp, erum við að leiða í ljós með tilvist okkar gildi búddhisma Nichiren Daishonin og erum þannig uppspretta vonar og hvatningar fyrir þá sem vilja fylgja okkur á vegi trúarinnar.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda