Tuesday, February 10, 2009

Það

er svo gaman í vinnunni og börnin eru dugleg, frábær og áhugasöm;-)
við höfum fræðst um, skoðað, og unnið með fjölbreytt og skemmtileg verkefni, má þar nefna: Grétar og tímavélin, 100-taflan, huldufólk, sögugerð, umhverfismennt, Burstaprinsessan, Zippý, Goggi gráðugi, litablöndun með málningu, myndasögugerð um geiturnar þrjár, vetrarmyndir, tannálfar, ljóð, stærðfræðispil, samlagning, augað, líf á dögum Jesú, farið á bókasafnið, prófað að setja inn myndir og texta í Word, ævintýri, þjóðsögur, landslagsmyndir, veðurkort, söngur á sal og margt fleira:-)
Það eru mörg flott listaverkin sem hafa prýtt veggina og hef ég alltaf tekið myndir af því öllu;-)

En á morgun verð ég í hlutverki námsmanns, fer í staðlotu í Kennó, og svo er ungrakvennafundur annaðkvöld:-)

Jamm, gaman að vera til og njóta hverrar stundar;-)

Nóg um mig í bili, vona að ykkur líði vel og hafið það gott...
hópknús og hamingja til ykkar elsku vinir;-)
Sandra sátta...

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

29. janúar
Ástundun búddisma jafngildir því að vera sigursæll. Með því að taka framförum í sérhverju skrefi í veruleika hins hversdagslega lífs okkar, sýna merki raunverulegra sannanna með því að verða sigurvegarar og takast vel upp, erum við að leiða í ljós með tilvist okkar gildi búddhisma Nichiren Daishonin og erum þannig uppspretta vonar og hvatningar fyrir þá sem vilja fylgja okkur á vegi trúarinnar.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda