Svo
gaman að vera til:-)
Vil byrja á að segja frá því að í dag á ég 4 ára bloggafmæli;-)
Þetta byrjaði sem ein bloggfærsla á einni síðu en síðan hef ég bætt við nokkrum undirsíðum í gegnum árin og nýjasta er tónlistarsíðan þar sem ég safna saman flottum, góðum, skemmtilegum og áhugaverðum tónlistarmyndböndum:-)
Ég er að kenna hóp af frábærum og duglegum krökkum og gerum við margt skemmtilegt saman;-)
Er í skemmtilegu og fróðlegu háskólanámi;-)
fór á góðan og skemmtilegan búddistafund í gær og mikið hlegið;-)
Svo er stefnt á verkefnavinnu á laugardag með Guðrúnu sætu og svo er saumóklúbbur á miðvikudaginn, fræðslufundur á þriðjudag og súpukyrjun á sunnudaginn;-)
já, svo er starfsmannaviðtalið á mánudaginn, spennó að vita hvernig ég kem undan vetri;-)
Er spennt yfir tveimur námskeiðum(tækifærum) sem komu upp í hendur mínar um daginn og eru í vinnslu..
Annað er búddistanámskeið(víkinga og valkyrju) sem er haldið í Danmörku í byrjun ágúst.
Frétti fyrst af þessu í janúar, en hélt svo að þetta væri dottið uppfyrir, þar sem ekki höfðu borist neinar fréttir af því, en fékk að vita síðustu helgi að við á Íslandi fengum úthlutað nokkrum sætum og það er í fyrsta skipti sem við fáum pláss:-)
og ég var ekki sein að skrifa mig á listann;-)
og er búin að ákveða að fara;-)
Af hinu námskeiðinu fékk ég að vita fyrir tveim dögum á kynningu hjá enskukennara á yngsta stigi í skólanum.
Þannig er að næsta vetur byrjum við að kenna ensku í 2. bekk. Við fengum að vita að það eru 5 daga sumarnámskeið í Skotlandi um enskukennslu yngri barna, sem er spennandi, en það sem betra er, er að það er hægt að sækja um styrk sem dekkar allan kostnað við námskeiðið, flug og gistingu;-)
og það eru mikilar líkur á að þeir sem sækja um þennan styrk fá hann, svo nú erum við orðnar frekar heitar fyrir þessu, að sækja um og skella okkur á námskeið í Skotlandi í sumar;-)
Svo það er aldrei að vita nema að ég fari á tvö námskeið erlendis í sumar, þar af annað ókeypis:-)
Jamm, margt skemmtileg og spennandi í gangi, og ég er svo þakklát fyrir allt sem ég hef og á; búddismann,Gohonzon, góða og yndislega vini og ættingja, góða vinnu, tækifæri til náms, fínan bíl, ágætis heilsu, þak yfir höfuðið, ást, vináttu, ábyrgð á eigin lífi og hamingju:-)
Læt þetta nægja í bili.
Óska ykkur yndislegra daga framundan..
Knús og kossar
Sandra sæla..
Vil enda á leiðsögn frá Ikeda.
19.febrúar
Þetta lífshlaup mun aldrei koma aftur; það er verðmætt og óbætanlegt. Til að lifa án eftirsjár, er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa tilgang og halda stöðugt áfram að setja okkur markmið og skora á okkur sjálf. Það er jafn mikilvægt að við færumst stöðugt í átt að ákveðnum markmiðum, staðföst og sterk, eitt skref í einu.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home