Fékk
þennan texta sendan og vildi deila honum með ykkur. Þetta vekur mann til umhugsunar og fyrsta orðið sem kom upp í hugann eftir lesturinn var þakklæti;-)
Staðan í veröldinni - 2006
Ef samsetning jarðarbúa væri heimfærð yfir á 100 manna þorp á Íslandi myndi samsetning íbúa vera skv. eftirfarandi:
57 asískir (57%)
21 evrópskir (21%)
14 amerískir ( norður- og suðuramerískir) (14%)
8 afrískir (8%)
52 konur
48 karlar
70 dökkir
30 hvítir
89% gagnkynhneigðir
11% samkynhneigðir
6 manns myndu eiga 59% öllum auði heimsins og allir væru þeir frá Bandaríkjum norður ameríku.
80 myndu búa við slæm lífsskilyrði.
70 myndu vera ómenntaðir.
50 væru vannærðir
1 myndi deyja
2 myndu fæðast
1 ætti tölvu
1 (aðeins einn!) myndi hafa æðri menntun
Þegar þú lítur á heiminn frá þessu sjónarhorni, getur þú séð að í heiminum er virkileg þörf á samstöðu, skilningi, þolinmæði og menntun.
Veltu því einnig fyrir þér að:
- ef þú vaknaðir með fulla heilsu í morgun, ertu lánsamari en sú ein milljón jarðarbúa sem mun ekki lifa af næstu viku.
- ef þú hefur aldrei þurft að búa við styrjaldarátök,
þá tortímandi kvöl sem fylgir innilokun í fangaklefa,
eða hungur,
ertu lánsamari en 500 milljónir manna í heiminum.
- ef þú getur farið í kirkju (eða mosku) án ótta við fangelsun eða dauða ertu lánsamari en 3 milljónir manna í heiminum.
- ef það er matur í ískápnum þínum
og þú átt föt og skó,
átt rúm og þak yfir höfuðið,
ertu ríkari en 75% mannkyns!
- ef þú átt bankareikning, peninga í veskinu þínu og smáaura í bauknum,
tilheyrir þú þeim 8% af fólki í heiminum sem telst vera að gera það gott!
Ef þú gast lesið ofangreint býrðu við þrefalda blessun því að:
1. einhver hugsaði til þín
2. þú tilheyrir ekki þeim 200 milljónum manna sem kunna ekki að lesa.
3. og ... þú átt tölvu!
Leiðsögn frá Ikeda:
17.febrúar
Lífið hefur kraft, á við eldtungur sem teygja sig til himins, til að breyta þjáningu og sársauka í þá orku sem þarf til að skapa verðmæti, í ljós sem útilokar myrkrið. Eins og vindurinn fer óhindraður um himingeiminn, hefur lífið kraftin til að uppræta og umbreyta öllum hindrunum og erfiðleikum. Eins og tært rennandi vatn, getur það þvegið burt alla bletti og óhreinindi. Og síðast en ekki síst, lífið, rétt eins og þessi stórkostlega jörð sem nærir allan gróður, verndar allar manneskjur án nokkurrar hlutdrægni með sínum samúðarfulla, nærandi krafti.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home