með búddísku ívafi;-)
Ég var búin að taka ákvörðun um að reyna að vera dugleg að iðka, fræðast,kyrja og mæta vel á fundi og kyrjanir þegar starfið í SGI hæfist aftur af fullum krafti nú um helgina eftir stutt sumarfrí.
Og sú ákvörðun var svo sannarlega studd af lögmálinu í dag;-)
Ég vissi af því í fyrradag að það yrði kyrjun næstkomandi laugardagsmorgun, og bjóst alveg eins við því að fá símtal frá valkyrjum út af ábyrgð, þar sem þetta er nú mikil ferðahelgi og ekki víst að létt yrði að fá fólk í verkið, forföll, ferðalög og þessháttar setja stundum strik í reikninginn.
Því kom mér það ekki á óvart þegar ég fékk hringingu í morgun þess efnis og þar sem ég er ekki að fara neitt þá svaraði ég erindinu játandi og verð því valkyrja á laugardagsmorgun;-)
Það er alveg frábært og yndislegt hvernig lögmálið um orsök og afleiðingu virkar. Stuttu eftir þetta samtal fékk ég mjög góðan ávinning sem ég þurfti mikið á að halda..
Góð orsök = góður ávinningur;-)
Allavegna í þessu tilviki.
Nú en þetta var ekki allt.
Á sunnudaginn er sameiginlegur fundur sem kallast Kosen-rufu gongyo.
Ég var ekki búin að ákveða hvort ég færi þangað vegna ábyrgðar á laugardaginn.
En ég þarf ekkert að velta því fyrir mér lengur því að áðan fékk ég upphringingu frá öðrum búddista sem var að skipuleggja Kosen-rufu fundinn og spurði hvort ég vildi ekki vera fundarstjóri þar..
Ég tafsaði eitthvað og hikaði aðeins en sagði svo bara já, afhverju ekki;-)
Þannig að það verður mikill búddismi um helgina;-)
Svo flýgur tíminn eins og óð fluga í áttina að 17-19. ágúst þegar ungmennanámskeiðið okkar verður haldið í Taplow í Bretlandi og er mikil tilhlökkun í gangi fyrir það;-)...
Ikeda dregur þennan pistil að mestu leyti saman í eftirfarandi leiðsögn:
3. febrúar
Ég get lýst því yfir af fyllsta öryggi, að öll ykkar sem af hugrekki leggið ykkur fram í starfi með SGI og takið forystuhlutverk fyrir kosen-rufu og sigrist á hverri hindrun sem upp kemur af ákveðni, munið njóta ómælanlegs ávinnings. Ég get fullyrt með vissu að hvert og eitt ykkar lifir í fullu samræmi við anda Daishonins. Framlag ykkar vekur takmarkalausum fögnuð hans og velþóknun.
1987: Calabasas í Kaliforníu í Bandaríkjunum, háskólasvæði Ameríska Soka háskólans, stofnsett af Ikeda forseta.
Hef ekki meira að segja í bili..
Góðar stundir
Sandra