Gleðilegt sumar allir saman og takk fyrir veturinn.
Já það er víst sumardagurinn fyrsti í dag
og það sem er svolítið merkilegt og skemmtilegt í dag
er að það er sól á himni, heiðskýjað og hiti í lofti í tilefni dagsins:-)
Þap er nú ekki alltaf svona gott veður í byrjun sumars, man eftir snjókomu, rigningu og roki, kulda, frosti, og reyndar stundum sól og heiðskýjuðum himni.
Svo fraus saman vetur og sumar í nótt og það var kalt í gærkveldi.
Segir ekki sagan að það bendi til góðs sumars;-)
Við familían ætluðum að nota tækifærið og fara í sólbað í sundlauginni hér hinumegin við götuna en því miður var hún lokuð;-(
vegna vígsluathafnar og viðhafnaropnunar í dag
svo að ekki varð neitt úr sundferð, en í staðinn settist ég við eldhúsborðið með heimavinnustaflann við hlið mér og er að fara yfir verkefni og vinnublöð..
Fór á fínustu bíómynd (Perfect stranger) í gærkvöldi í Laugarásbíó með Heiði vinkonu, og var þetta hin besta afþreying. En myndin var góð og flott og spennandi flétta sem kom á óvart;-)
Enda svo daginn á að fara á umræðufund í hverfinu mínu í kvöld:-)
Hef ekki meira að segja í bili.
Njótið dagsins og vonandi eigið þið gott og skemmtilegt sumar í vændum;-)
Kveðja
Sandra sumarbarn;-)
Leiðsögn dagsins frá Ikeda:
Þetta lífsskeið mun aldrei koma aftur; það er dýrmætt og óviðjafnalegt. Að lifa án eftirsjár, það skiptir sköpum fyrir okkur að hafa raunhæfan tilgang og að setja okkur stöðugt markmið og áskoranir. Það er jafn þýðingarmikið að við höldum áfram að nálgast tiltekin markmið stöðugt og örugglega, eitt skref í einu.