Sumir dagar
eru alveg meiriháttar og allt gengur upp, áreynslulaust og skemmtilega.
Dagurinn í gær var akkúrat þannig:-)
Hann byrjaði á því að ég fékk símhringingu frá einni úr fjölskyldunni sem sagði mér spennandi fréttir sem hún var að vinna í.
Nokkrum tímum seinna kom viðkomandi mjög ánægð og nýbúin að kaupa sér hlut sem hana hafði lengi langað í og loksins kom tækifærið til þess:-)
Horfðum á Íslendinga komast áfram í 8 liða úrslit í handbolta;-)
Seinnipart dags og fram á nótt var bróðir minn með strákaspilakvöld hér heima, eflaust mikið fjör og stemming:-)
og ég eyddi kvöldinu með vinkonu minni sem gekk allt saman upp, mikið fjör og notalegheit:-)
Við fórum út að borða og fengum strax borð, spólan sem okkur langaði að horfa á var inni á leigunni, og svo fórum við út að dansa á fínu, nýjum stað (DOMO) engin röð, fín tónlist og nóg pláss á gólfinu til að dilla sér:-)
Jamm þetta var flottur, skemmtilegur og frábær dagur hjá okkur;-)
Vona að þið hafið átt góða helgi.
Enda á leiðsögn sem kemur inn á gleðina og sigrana sem einkenndu gærdaginn..
Sé skyggnst djúpt, felst hamingjan í því hvernig þú byggir upp trausta tilfinningu fyrir sjálfi eða verund. Hamingjan felst ekki í ytri viðmiðunum eða hégóma. Hún byggir á því sem þú upplifir hið innra, hún er hinn djúpi ómur þíns innra lífs. Að fyllast dag hvern tilfinningu gleði og tilgangs, að verkefni sé leyst af hendi og upplifa djúpa fullnægju – fólki sem þannig líður nýtur hamingju. Þeir sem upplifa þessa innri fullnægju, jafnvel þó þeir séu fram úr hófi uppteknir, eru miklu hamingjusamari en þeir sem hafa nægan frítíma en stríða við tómleikatilfinning hið innra(D. Ikeda)