Wednesday, March 29, 2006

Frábær dagur

Í dag fór ég loksins í starfsmannaviðtalið í vinnunni.
Það gekk alveg frábærlega, var svo jákvætt og uppbyggilegt, fékk hrós og fæ að halda stöðunni minni næsta vetur:-)
Er fegin að vera búin og fá að vita línurnar fyrir haustið.
Það er allt gott að frétta, nóg um að vera í búddasamtökunum og rosa stórir fyrirlestrar og námskeið alla næstu helgi:-)
Svo er árshátíð nemenda í skólanum á föstudaginn, erum búin að æfa voða flott leikrit um Herramennina sem nemendur okkar flytja ásamt skemmtiatriði kennara, sem er sko ekki af verri endanum, verðum sko með geggjað fyndin línudans, ekkert smá töff gellur ;-)
Jamm þetta voru nú helstu fréttir dagsins.
Knúsiknús
Sandra

Friday, March 24, 2006

EXEL

þetta forrit fer í mínar fínustu:-/
er að vinna tölfræði upp úr könnun sem við lögðum fyrir börnin og þarf að stimpla inn hverja einustu tölu 2*27 próf;-(
nákvæmnisverk, en það er nú ekki svo pirrandi heldur það að ég fékk sendan útfylltan lista svona til að sjá hvernig þetta er reiknað út( og sem betur fer henti ég ekki út strax öllum formúlunum) og þar sem á þeim lista eru færri nöfn heldur en hjá mér þá þarf að búa til formúlu fyrir alla hina viðbótarreitina.
Copy/ paste blabla,
og það er boring;-(
ARGH, en er samt búin með fyrri hlutann, á eftir að setja inn seinna prófið og finna út hinar formúlurnar fyrir fleiri útreikninga.
Boring en svona er nú stundum lífið hjá kennurum, sitja heima við tölvuna á föstudagskveldi og vinna svona leiðinda nákvæmnis verk en illu er bestu aflokið og allt það. ágætt að klára þetta.
En þvílíkur munur að geta unnið þetta heima á góðu gömlu tölvunni sinni með nýja, risastóra harða disknum sínum;-)
takk, takk Jói minn, fyrir hjálpina og björgunarafrekið á gamla (alveg að hrynja ) disknum
í stað þess að þurfa að vera niðri í skóla að pikka þetta inn fram á kvöld.
Góðar stundir
Kennarinn

Friday, March 17, 2006

Skemmtileg

og viðburðarrík vika að baki. Búið að vera gaman í vinnunni og nóg að gera þar, fundir, undirbúningur, þróunarverkefni og margt fleira.
Ungmennadeild SGI á Íslandi átti 6. ára afmæli í gær og héldum við að sjálfsögðu upp á það sameiginlega, kyrjuðum, fengum fræðslu, leiðsögn, hlustuðum á fyrirlestur, kjöftuðum, fengum okkur að borða og sungum saman:-)
Alltaf gaman að hitta aðra meðlimi og skemmta sér saman.
Á morgun er ég að taka mína fyrstu ábyrgð á sameiginlegri kyrjun á Vífilstöðum, spennandi verkefni það:-)
Ég er í þremur deildum í SGI. Er í ákveðnu hverfi sem heldur hverfisfundi 1. sinni í mánuði, er í ungrakvenna deild sem er með fund einu sinni í mánuði og er líka í deild sem kallast Valkyrjur og Víkingar, sem er ákveðin hópur innan ungmennadeildanna sem tekur að sérstaka ábyrgð við sameiginlega fundi, samkomur, og önnur tilefni.
Jamm nóg um að vera og þýðir ekkert annað en að hafa nóg fyrir stafni, vera jákvæður , horfa á björtu hliðarnar og lifa lífinu lifandi;-)
en ekki orð um það meir, býð ykkur góða nótt og hafið það gott um helgina.

Sunday, March 12, 2006

fór

á læknavaktina áðan og þar fékk hálsbólgan mín þetta ömurlega nafn STREPTÓKOKKAR sem mér hefur alltaf verið illa við:-(
Er því komin á pensílín og verð heima á morgun.
Góðu fréttirnar eru að ég komst yfir versta hjallann í gær þegar ég varð hitalaus. Það flýtir fyrir að bakteríurnar drepist þegar pensílínið byrjar að virka og því þarf ég bara að vera heima einn dag eftir að ég byrja á kúrnum og hætti þar með að smita.
Oj, ég ætti nú bara að vera í einangrun;-)
vona að ég sé ekki búin að smita alla í kringum mig.
Bless í bili

Saturday, March 11, 2006

Þetta er

allt að koma. Leið mjög illa í gær með 39 stiga hita og allt var ómögulegt,gat ekki hugsað um neitt nema veikindin, datt alveg út úr öllu:-(
en svo í nótt skánaði ástandið og ég var orðin hitalaus í dag:-)
og gat meira að segja borðað svolítinn kvöldmat áðan. Er ennþá illt í hálsinum þegar ég kyngi en hef verið meira á fótum í dag og líður mun betur. vona að ég verði áfram hitalaus í nótt og morgun þvi þá er ég búin að vera tvo daga hitalaus inni, og að hálsinn skáni svo ég verði orðin ágæt á mánudaginn og komist í vinnuna.
Ef hálsinn fer ekki að lagast er ég að hugsa um að fara til læknis á mánudaginn(þ.e. ef að ég fer að vinna) og láta taka stroku til að athuga með streptókokka sem ég vona sannarlega að ég sé ekki með og fá þá pensílín.
Þetta er allt skrifað í belg og biðu og bíð ég nú bara góða nótt.

Thursday, March 09, 2006

Mér

er svo kalt, og örugglega með hita. ER bólgin öðru megin í kokinu og þakka fyrir á meðan það bólgnar ekki hinumegin líka. Það er svo vont að kyngja og þegar ég kyngi fyllist munnurinn af slími. Beinverkir eru líka farnir að koma. Þetta byrjaði allt saman seinustu nótt og í morgun hringdi ég örþreytt og lítið sofin í skólastjórann. Ég fór í apótekið áðan og það var eiginlega ekkert til og afgreiðsludaman sagði að þetta gengi yfir á 1-2 vikum. Hef ekki tíma í það. Ég hef verið að vona að ég myndi sleppa við flensuna því ég geri það oftast en nú kom að því. Hef sofið meira og minna í allan dag.
Mikið ógeðslega hata ég að vera veik!
Farin að sofa og reyna að fá hlýju í kroppinn.

Wednesday, March 08, 2006

æjæj

var búin að hafa fyrir því að skrifa mikla og flotta færslu,um ýmisilegt skemmtileg, erfitt, spennandi, fræðandi og vinalegt, t.d. um vinavikuna sem var í skólanum í seinustu viku, átti bara eftir að ýta á save þegar að talvan fraus:-(
Ég varð að endurræsa hana og var að vona að ég gæti náð færslunni aftur( það er stundum hægt) en, nei ég á greinilega ekki að skrifa í kvöld:-/
Nenni ekki að skrifa þetta aftur enda man ég ekki allt sem stóð þarna..
Allavegna ég er á lífi og hress og kát, búið að vera mikið að gera, og alltaf eitthvað skemmtlegt um að vera á hverju kvöldi og um helgar, svo mikið að segja frá en hef ekki haft mig í að skrifa, og læt þetta duga í bili.
Verð kannski í formi á morgun eða hinn að koma með eitthvað spennó og fréttnæmt:-)
Knúsiknús