Friday, March 17, 2006

Skemmtileg

og viðburðarrík vika að baki. Búið að vera gaman í vinnunni og nóg að gera þar, fundir, undirbúningur, þróunarverkefni og margt fleira.
Ungmennadeild SGI á Íslandi átti 6. ára afmæli í gær og héldum við að sjálfsögðu upp á það sameiginlega, kyrjuðum, fengum fræðslu, leiðsögn, hlustuðum á fyrirlestur, kjöftuðum, fengum okkur að borða og sungum saman:-)
Alltaf gaman að hitta aðra meðlimi og skemmta sér saman.
Á morgun er ég að taka mína fyrstu ábyrgð á sameiginlegri kyrjun á Vífilstöðum, spennandi verkefni það:-)
Ég er í þremur deildum í SGI. Er í ákveðnu hverfi sem heldur hverfisfundi 1. sinni í mánuði, er í ungrakvenna deild sem er með fund einu sinni í mánuði og er líka í deild sem kallast Valkyrjur og Víkingar, sem er ákveðin hópur innan ungmennadeildanna sem tekur að sérstaka ábyrgð við sameiginlega fundi, samkomur, og önnur tilefni.
Jamm nóg um að vera og þýðir ekkert annað en að hafa nóg fyrir stafni, vera jákvæður , horfa á björtu hliðarnar og lifa lífinu lifandi;-)
en ekki orð um það meir, býð ykkur góða nótt og hafið það gott um helgina.