Frábær dagur
Í dag fór ég loksins í starfsmannaviðtalið í vinnunni.
Það gekk alveg frábærlega, var svo jákvætt og uppbyggilegt, fékk hrós og fæ að halda stöðunni minni næsta vetur:-)
Er fegin að vera búin og fá að vita línurnar fyrir haustið.
Það er allt gott að frétta, nóg um að vera í búddasamtökunum og rosa stórir fyrirlestrar og námskeið alla næstu helgi:-)
Svo er árshátíð nemenda í skólanum á föstudaginn, erum búin að æfa voða flott leikrit um Herramennina sem nemendur okkar flytja ásamt skemmtiatriði kennara, sem er sko ekki af verri endanum, verðum sko með geggjað fyndin línudans, ekkert smá töff gellur ;-)
Jamm þetta voru nú helstu fréttir dagsins.
Knúsiknús
Sandra
<< Home