Friday, March 24, 2006

EXEL

þetta forrit fer í mínar fínustu:-/
er að vinna tölfræði upp úr könnun sem við lögðum fyrir börnin og þarf að stimpla inn hverja einustu tölu 2*27 próf;-(
nákvæmnisverk, en það er nú ekki svo pirrandi heldur það að ég fékk sendan útfylltan lista svona til að sjá hvernig þetta er reiknað út( og sem betur fer henti ég ekki út strax öllum formúlunum) og þar sem á þeim lista eru færri nöfn heldur en hjá mér þá þarf að búa til formúlu fyrir alla hina viðbótarreitina.
Copy/ paste blabla,
og það er boring;-(
ARGH, en er samt búin með fyrri hlutann, á eftir að setja inn seinna prófið og finna út hinar formúlurnar fyrir fleiri útreikninga.
Boring en svona er nú stundum lífið hjá kennurum, sitja heima við tölvuna á föstudagskveldi og vinna svona leiðinda nákvæmnis verk en illu er bestu aflokið og allt það. ágætt að klára þetta.
En þvílíkur munur að geta unnið þetta heima á góðu gömlu tölvunni sinni með nýja, risastóra harða disknum sínum;-)
takk, takk Jói minn, fyrir hjálpina og björgunarafrekið á gamla (alveg að hrynja ) disknum
í stað þess að þurfa að vera niðri í skóla að pikka þetta inn fram á kvöld.
Góðar stundir
Kennarinn