fór
í bæjarferð í byrjun vikunnar til að útrétta örlítið.
Kíkti m.a. í Kringluna og Rúmfó til að leita að afmælisgjöf fyrir Birgi sem ég fann og var sátt við, en það er líka byrjað að safnast smávegis í afmælis- og jólagjafapokann fyrir ættingja og vini:-)
Á leiðinni heim kom ég við á utankjörfundarstað í Laugardalnum til að kjósa í forsetakosningum og skilaði mínu atkvæði í kjörkassann, fínt að klára það í leiðinni:-)
Hitti Heiði vinkonu í hádeginu í gær. Við fengum okkur að borða á Sólon á Laugaveginum, sátum þar í tæplega 2 tíma, röltum svo aðeins um bæinn í fínu veðri og áttum góða stund saman:-)
Birgir og Jói komu í heimsókn í gærkvöldi og var gaman að hitta þá..
Birgir fékk að fara í froðubað með allskyns dót og skemmti hann sér vel, söng og fór í kaf, honum finnst svo gaman í baði og sundi:-)
Gunnar er búinn að vera nokkra daga úti í Eyjum með mömmu sinni á Orkumótinu sem er fótboltamót fyrir 10-11 ára gamla gaura og eru þau væntanleg heim í kvöld:-)
Gaman fyrir hann að upplifa þetta mót, ferðast með Herjólfi, gista, vera með hópnum á kvöldvökum og spila marga leiki í markmannstöðu:-)
Vaknaði í morgun í sól og hita, náði í mömmu um kl. 13:00 og keyrðum við sem leið lá yfir Hellisheiðina og enduðum í Hveragerði.
Fórum í Álnavörubúðina þar sem ég fann mér strigaskó svipaða þeim sem ég á og var sæl með það, enda hinir mikið notaðir:-)
Komum svo við á Matkránni sem er rétt hjá búðinni, fengum okkur ágætis lambapottrétt, kaffi og kökur og fórum svo Þrengslin heim, langt síðan ég hef keyrt þá leið:-)
Áttum góða samverustund í dag:-)
Er bara róleg heima núna, kíki kannski á kosningavökuna smástund....
Eigið góða viku...
Sandra lata...