fór
í Rúmfó á föstudaginn eftir vinnu til að kaupa handklæði og þar inni voru tæplega 10 manns, kúnnar + starfsmenn... já sumt fólk tekur fyrirmælum almannavarna alvarlega sem betur fer:-)
Það er samkomubann þar sem ekki fleiri en 20 manns mega koma saman, en matvöruverslanir miða við 50-100 manns..
Það er búið að loka sundlaugum, söfnum, líkamsræktarstöðvum, bíóhúsum, Húsdýragarðinum, leikhúsum, snyrtistofum, hárgreiðslustofum, tannlæknastofum og öðrum stöðum þar sem þjónustan krefst mikillar nálægðar.
Einnig hafa margar verslanir, þjónusta og fyrirtæki lokað tímabundið, s.s. Ikea, bankaútibú, búðir í verslunarmiðstöðvum, veitingastaðir, kaffihús, skemmtistaðir og margt fleira...
Nýjustu tölur eru þannig að 963 eru með staðfest smit, 849 eru í einangrun, 19 á spítala, 6 á gjörgæslu, 2 eru látnir, 9908 í sóttkví, 114 er batnað og það hafa verið tekin 14635 sýni...
Skólarnir og frístundin eru enn opin og við héldum sama planinu og í síðustu viku.
Vinnutíminn hjá mér þessa dagana er mismunandi, ég mæti annanhverndag kl. 08:00 og hinn kl. 11:30.
Á þriðjudögum og föstudögum er ég að vinna til 14:00
Á mánudögum og fimmtudögum er ég til 16:30..
og á miðvikudögum er ég til 16:00..
þannig að stundum er ég að vinna 08:00-16:00/16:30 eða 08:00-14:00
og suma daga 11:30-16:00/16:30
eða 11:30-14:00..
Já þetta eru skrýtnir tímar og dagarnir mismunandi, stundum er maður vel upplagður og hress en aðra daga kemur þreyta og neikvæðar hugsanir og það eru margir í vinnunni og þjófélaginu í svipuðu ástandi..
Hugsanir fara í hringi, það er gott að vera með vinnu og mæta og hitta fólk og gera gagn og vera framlínustarfsmaður, en stundum kemur sú hugsun, afhverju þarf ég að mæta og vera í aukinni smithættu innan um aðra..
... en það eru svo margar starfsstéttir í sömu stöðu, að reyna að halda samfélaginu og nauðsynlegri þjónustu gangandi og þetta er allt ein keðja sem má ekki slitna..
Það er aukin kvíði og spenna og pirringur í þjóðfélaginu, bæði út af efnahagslegum og heilbrigðislegum afleiðingum og vegna óvissu um framtíðina...
En svo er fólk líka að nota húmor og jákvæðni til að takast á við ástandið..
Það hefur borið á aukinni hjálpsemi og samstöðu í samfélaginu undanfarið sem er falleg og gott og vonandi heldur það bara áfram eftir þessa krísu:-)
Mosóbúarnir notuðu góða veðrið í gær til að þvo bílana og mikið var það gott að skola aðeins burtu alla drulluna og saltið sem hafði safnast upp..
Bíllinn var orðin hálfhvítur af salti og felgurnar svartar af skít..
Jói bróðir fékk líka sömu hugmynd og kom seinnipartinn til að þvo sinn bíl...
Nú er bara að massa næstu viku og svo er komið páskafrí:-)
.farið vel með ykkur:-)
Sandra