Sunday, March 29, 2020

fór

í Rúmfó á föstudaginn eftir vinnu til að kaupa handklæði og þar inni voru tæplega 10 manns, kúnnar + starfsmenn... já sumt fólk tekur fyrirmælum almannavarna alvarlega sem betur fer:-)

Það er samkomubann þar sem ekki fleiri en 20 manns mega koma saman, en matvöruverslanir miða við 50-100 manns..

Það er búið að loka sundlaugum, söfnum, líkamsræktarstöðvum, bíóhúsum, Húsdýragarðinum, leikhúsum, snyrtistofum, hárgreiðslustofum, tannlæknastofum og öðrum stöðum þar sem þjónustan krefst mikillar nálægðar.
Einnig hafa margar verslanir, þjónusta og fyrirtæki lokað tímabundið, s.s. Ikea, bankaútibú, búðir í verslunarmiðstöðvum, veitingastaðir, kaffihús, skemmtistaðir og margt fleira...

Nýjustu tölur eru þannig að 963 eru með staðfest smit, 849 eru í einangrun, 19 á spítala, 6 á gjörgæslu, 2 eru látnir, 9908 í sóttkví, 114 er batnað og það hafa verið tekin 14635 sýni...

Skólarnir og frístundin eru enn opin og við héldum sama planinu og í síðustu viku.
Vinnutíminn hjá mér þessa dagana er mismunandi, ég mæti annanhverndag kl. 08:00 og hinn kl. 11:30.
Á þriðjudögum og föstudögum er ég að vinna til 14:00
Á mánudögum og fimmtudögum er ég til 16:30..
og á miðvikudögum er ég til 16:00..
þannig að stundum er ég að vinna 08:00-16:00/16:30 eða 08:00-14:00
og suma daga 11:30-16:00/16:30
eða 11:30-14:00..

Já þetta eru skrýtnir tímar og dagarnir mismunandi, stundum er maður vel upplagður og hress en aðra daga kemur þreyta og neikvæðar hugsanir og það eru margir í vinnunni og þjófélaginu í svipuðu ástandi..
Hugsanir fara í hringi, það er gott að vera með vinnu og mæta og hitta fólk og gera gagn og vera framlínustarfsmaður, en stundum kemur sú hugsun, afhverju þarf ég að mæta og vera í aukinni smithættu innan um aðra..
... en það eru svo margar starfsstéttir í sömu stöðu, að reyna að halda samfélaginu og nauðsynlegri þjónustu gangandi og þetta er allt ein keðja sem má ekki slitna..

Það er aukin kvíði og spenna og pirringur í þjóðfélaginu, bæði út af efnahagslegum og heilbrigðislegum afleiðingum  og vegna óvissu um framtíðina...
En svo er fólk líka að nota húmor og jákvæðni til að takast á við ástandið..
Það hefur borið á aukinni hjálpsemi og samstöðu í samfélaginu undanfarið sem er falleg og gott og vonandi heldur það bara áfram eftir þessa krísu:-)

Mosóbúarnir notuðu góða veðrið í gær til að þvo bílana og mikið var það gott að skola aðeins burtu alla drulluna og saltið sem hafði safnast upp..
Bíllinn var orðin hálfhvítur af salti og felgurnar svartar af skít..
Jói bróðir fékk líka sömu hugmynd og kom seinnipartinn til að þvo sinn bíl...

Nú er bara að massa næstu viku og svo er komið páskafrí:-)

.farið vel með ykkur:-)
Sandra

Saturday, March 21, 2020

jamm

nú hefur veiran dreift sér um landið og nýjustu tölur eru þannig að 473 eru með staðfest smit, 451 eru í einangrun, 6 manns eru á sjúkrahúsi og 5448 eru í sóttkví....

Við höfum reynt að halda úti skólastarfi og það er búið að búa til ákveðnar reglur, verklag og fyrirmæli sem allir reyna að fara eftir og gera eins vel og þeir geta.

Í skólanum hjá mér var þessi vika þannig að allir nemendur mættu í skólann á hverjum degi.

5.-7. bekkur var frá 08:30-10:00.
8.-10. bekkur var frá 10:10-11:50.
og 1.-4. bekkur var frá 11:40-13:40.

Engir fær að koma inn í skólann nema starfsmenn og nemendur..
Öllum hópum var skipt á svæði og hver hópur kom inn og út á sama stað í fylgd starfsfólks...
einnig fá þau fylgd á klósett og þar er starfsmaður sem þrífur  klósettið eftir hverja notkun, þannig að við eru að reyna eins og við getum að gæta öryggis allra:-)

Það eru engar frímínútur og engin matur en yngsta stigið borðar nesti í stofunum og það má ekki fara úr stofunni nema í fylgd..

Það er búið að búa til teymi fyrir hvern hóp og það má ekki vera neinn samgangur á milli skólastiga..

Ég fylgi ákveðnum hóp í 2. bekk inn og út úr skólanum, við erum í ákveðinni stofu.
Í  2. bekk erum við 4 manna teymi, 2 kennarar og 2 stuðningsfulltrúar og í tveimur stofum..

Eftir skóla fylgi ég hópnum yfir í frístund og er þar með þeim þar í ákveðinni stofu og er annar sarfsmaður með mér í teymi með þann hóp..
Hinn hópurinn í 2. bekk er með annað svæði og starfsmenn..
Búið að skipta húsnæðinu í frístund í svæði og er mjög svipað fyrirkomulag þar...

Við starfsfólkið  höldum 2 metrum á milli okkar, ekki mega veri fleiri en 5-6 manns á kaffistofunni í einu, fólk kemur með nesti þar sem enginn heitur matur er í boði,  reynt er að takmarka viðveru við kennslutíma og ekki lengur en nauðsynlegt er, fólk ýmist kemur seinna eða fer fyrr heim, margir undirbúa vinnuna heima og mikið er um fjarkennslu á mið- og elsta sigi..

Starfsfólk hefur líka farið í ýmis ný hlutverk , t.d er kokkurinn nú varamaður fyrir húsvörðinn, sérkennari  er varamaður fyrir ritarann og list og verkgreinakennarar kenna bóklegar greinar í heimastofum nemenda..
Það hefur sem betur fer ekki greinst neitt smit í skólanum, en nokkuð er um að starfsfólk og nemendur séu heima vegna ýmissa ástæðna..

Já þetta eru mjög skrýtnir dagar og reynir á alla, en við reynum að halda út eins lengi og hægt er...

Það er búið að gefa út lista með starfsstéttum sem eru í forgangi með vistun, t.d. starfsfólk í almannavörnun, heilbrigðisgeiranum, skólakerfinu, löggæslunni og margar fleiri stéttir.
Í gær byrjuðum við að taka inn börn af þessum lista þannig að ég mætti kl 08:00  og sinnti 2 börnum úr 2. bekk þar til kennsla hófst..

Á mánudaginn á ég svo að mæta klukkan 10:00 og sinna þessum börnum þar sem það er komin annar stuðningsfulltrúi með mér í þetta verkefni og mætir hann fyrr á mánudaginn...

Já, svona er nú staðan í dag...
farið vel með ykkur:-)
kv. sandra

Saturday, March 14, 2020

sögulegir tímar

Laugardaginn 7. mars fór ég í heimsókn til Heiðar vinkonu í pizzuát, vídjógláp, spjall og gaf syni hennar loksins pakkann í tilefni af 5 ára afmæli hans sem var  9. febrúar en ég komst ekki í það þar sem ég var í 10 ára afmæli Gunnars á sama tíma:-)

Yfirvofandi verkfalli BSRB var aflýst aðfaranótt 9. mars því þeir náðu samningum við ríkið og Reykjavíkurborg, svo við mættum í skólann á mánudeginum.
Verkfalli Eflingar var aflýst daginn eftir þar sem þeir náðu líka samningum og þar með komst starfsemin í samfélaginu á rétt ról aftur, leikskóladeildir opnuðu, ruslið var tekið og skólarnir voru þrifnir þannig að á miðvikudeginum komu allir nemendur okkar aftur í skólann.

10. mars var starfsmannafundur þar sem var m.a. tilkynnt að bæði árshátíðir starfsfólks og nemenda sem átti að vera í mars ásamt ýmsum öðrum viðburðum í skólastarfinu yrði frestað vegna kórónuveirunnar..

11. mars ákvaðum við í kórnum að fresta æfingabúðum og árshátíðinni sem átti að vera núna í helgina vegna veirunnar og óvissu í samfélaginu.. og einnig erum við búin að fresta æfingum fram yfir páska...

Í  gær  kom svo tilkynning frá stjórnvöldum um samkomubann í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Ekki mega koma saman fleiri en 100 manns, og á það við ýmsa viðburði, verslanir, íþróttastöðvar, leikhús, skóla, heilsugæslu og margt fleira. Bannið tekur gildi á miðnætti annaðkvöld og gildir til 13. apríl...

Áður var búið að grípa til ýmissa ráðstafanna, m.a. að banna heimsóknir ættingja og vina á elliheimilin og spítalana, fyrirtæki og stofnanir senda starfsfólk heim og það vinnur heima, mörgum viðburðum, skemmtunum, tónleikum, árshátíðum og sýningum var frestað, messuhald, fermingar og jafnvel giftingar og jarðarfarir var frestað og nú er talað um haustfermingar...

Búið er að loka mennta- framhalds og háskólum en það á að reyna áfram að halda uppi einhverskonar starfi í leik og grunnskólum og frístundinni og á eftir að útfæra það nánar ásamt starfi í tónlistarskólum og öðrum íþrótta og menningarstofnunum...
og mun það koma betur í ljós í vikunni....
Það verður starfsdagur í ofnangreindum skólastigum um allt land á mánudaginn til að finna út úr þessu með starfsfólki og leiðbeiningum frá stjórnvöldum og samstarfsnefndum.....

já, þetta eru skrýtnir tímar um allan heim.
Ferðalög hafa snarminnkað, ýmis fyrirtæki, þjónusta og stofnanir munu eiga erfitt uppdráttar, atvinnuleysi mun aukast, félagslíf leggst í dvala í einhvern tíma og svo framvegis...

Núna eru um 160 manns smitaðir á Íslandi þar af einn alvarlega á gjörgæslu og um 1200 manns í sóttkví og einangrun....

Á mánudaginn verður kynningarfundur í gegnum netið um nýju samningana og svo verður kosning í framhaldi og verður áhugavert að sjá hvernig það fer...

nóg í bili, farið vel með ykkur og munið að eftir vetri kemur vor:-)

Monday, March 02, 2020

æ, já

það er skrýtið ástand í þjóðfélaginu þessa dagana;-(

Kórónaveiran er komin til landsins, nú eru 3 einstaklingar greindir með hana og eru í einangrun á spítala og um 300 manns í heimasóttkví víðsvegar um landið...

Svo eru verkföllin hjá Eflingu farin að hafa ýmis áhrif á samfélagið; rusl er farið að safnast upp í ruslageymslum, deildir á leikskólum eru lokaðar, grunnskólar þurfa að senda börn heim vegna þess að það er ekki þrifið og göngustígar og skólalóðir eru ekki mokaðir.

Áhrifin á mitt fólk birtast í því að Birgir hefur ekki farið í leikskólann í tvær vikur, mamma fær ekki heimilisþrif og í vinnunni hjá mér þurftum við að loka efri hæð skólans og flytja starfið niður á neðri hæðina sem þýðir að við getum bara kennt 5 árgöngum í einu á dag.
Á morgun koma nemendur í 1.-5. bekk, á miðvikudaginn koma krakkar í 6.-10. bekk og svona skiptist þau á þar til verkfallið leysist...

Frístundin hjá okkur er opin en það er búið að samþykkja verkfall hjá BSRB frá og með 9. mars og þá fara starfsmenn í grunnskólum og frístundaheimilum í ótímabundið verkfall og er ég í þeim hópi svo ég er á leiðinni í verkfall í annað skipti á 16 árum;-0

Var í vetrarfríi hjá skólanum á föstudaginn, en það var nóg að gera þann daginn...
Prinsarnir komu í pössun um morguninn og áttu skemmtilegan dag með afa sínum:-)
Ég fór á starfsmannafund hjá frístundinni frá c.a. 10:00-12:30, kom við í búð, fór svo í klippingu og kíkti svo til mömmu..
Þegar ég kom heim seinnipartinn var  Birgir farinn með pabba sínum en Gunnar ákvað að gista hjá okkur...
Við fengum okkur pizzu og nammi og tókum því rólega um kvöldið:-)

Gunnar fór um hádegið daginn eftir.
Ég fór í bæjarferð, fór með rusl í Sorpu og kíkti á bókamarkaðinn:-)

Tók því rólega í gær, sjónvarpsgláp og leti og Jói kíkti í heimsókn og kvöldmat:-)

Er í vetrarfríi í dag í báðum vinnunum, bara rólegheit og kózý og svo er langur dagur á morgun, vinna til rúmlega 16:00 og svo vinnutengd fræðsla til c.a. 18:30....

Frænka mín eignaðist litla telpu í síðustu viku og sendi ég fjölskyldunni innilegar hamingjuóskir;-)

Framundan er m.a. vinna, kóræfing, hittingur hjá vinkonu minni á laugardaginn og æfingarbúðir hjá kórnum 13.-15. mars:-)

Jamm, nóg í bili, eigið góða viku.;-)