jamm
nú hefur veiran dreift sér um landið og nýjustu tölur eru þannig að 473 eru með staðfest smit, 451 eru í einangrun, 6 manns eru á sjúkrahúsi og 5448 eru í sóttkví....
Við höfum reynt að halda úti skólastarfi og það er búið að búa til ákveðnar reglur, verklag og fyrirmæli sem allir reyna að fara eftir og gera eins vel og þeir geta.
Í skólanum hjá mér var þessi vika þannig að allir nemendur mættu í skólann á hverjum degi.
5.-7. bekkur var frá 08:30-10:00.
8.-10. bekkur var frá 10:10-11:50.
og 1.-4. bekkur var frá 11:40-13:40.
Engir fær að koma inn í skólann nema starfsmenn og nemendur..
Öllum hópum var skipt á svæði og hver hópur kom inn og út á sama stað í fylgd starfsfólks...
einnig fá þau fylgd á klósett og þar er starfsmaður sem þrífur klósettið eftir hverja notkun, þannig að við eru að reyna eins og við getum að gæta öryggis allra:-)
Það eru engar frímínútur og engin matur en yngsta stigið borðar nesti í stofunum og það má ekki fara úr stofunni nema í fylgd..
Það er búið að búa til teymi fyrir hvern hóp og það má ekki vera neinn samgangur á milli skólastiga..
Ég fylgi ákveðnum hóp í 2. bekk inn og út úr skólanum, við erum í ákveðinni stofu.
Í 2. bekk erum við 4 manna teymi, 2 kennarar og 2 stuðningsfulltrúar og í tveimur stofum..
Eftir skóla fylgi ég hópnum yfir í frístund og er þar með þeim þar í ákveðinni stofu og er annar sarfsmaður með mér í teymi með þann hóp..
Hinn hópurinn í 2. bekk er með annað svæði og starfsmenn..
Búið að skipta húsnæðinu í frístund í svæði og er mjög svipað fyrirkomulag þar...
Við starfsfólkið höldum 2 metrum á milli okkar, ekki mega veri fleiri en 5-6 manns á kaffistofunni í einu, fólk kemur með nesti þar sem enginn heitur matur er í boði, reynt er að takmarka viðveru við kennslutíma og ekki lengur en nauðsynlegt er, fólk ýmist kemur seinna eða fer fyrr heim, margir undirbúa vinnuna heima og mikið er um fjarkennslu á mið- og elsta sigi..
Starfsfólk hefur líka farið í ýmis ný hlutverk , t.d er kokkurinn nú varamaður fyrir húsvörðinn, sérkennari er varamaður fyrir ritarann og list og verkgreinakennarar kenna bóklegar greinar í heimastofum nemenda..
Það hefur sem betur fer ekki greinst neitt smit í skólanum, en nokkuð er um að starfsfólk og nemendur séu heima vegna ýmissa ástæðna..
Já þetta eru mjög skrýtnir dagar og reynir á alla, en við reynum að halda út eins lengi og hægt er...
Það er búið að gefa út lista með starfsstéttum sem eru í forgangi með vistun, t.d. starfsfólk í almannavörnun, heilbrigðisgeiranum, skólakerfinu, löggæslunni og margar fleiri stéttir.
Í gær byrjuðum við að taka inn börn af þessum lista þannig að ég mætti kl 08:00 og sinnti 2 börnum úr 2. bekk þar til kennsla hófst..
Á mánudaginn á ég svo að mæta klukkan 10:00 og sinna þessum börnum þar sem það er komin annar stuðningsfulltrúi með mér í þetta verkefni og mætir hann fyrr á mánudaginn...
Já, svona er nú staðan í dag...
farið vel með ykkur:-)
kv. sandra
<< Home