jólin
Á aðfangadag komu mamma, Jói, Gunnar og Birgir um 5 leytið.
Við borðuðum hamborgarhrygg og meðlæti rúmlega 6 og svo var tekið til við að opna pakkana enda drengirnir orðnir spenntir fyrir pakkahrúgunni:-)
Mikið stuð í pakkaopnun, strákanir léku sér með dótið, við fengum okkur kaffi og ís og áttum fínustu samverustund til c.a. 22. 00 þegar fólkið fór að tygja sig heim á leið:-)
Ég fékk mikið af allskonar gjöfum; m.a. krem, sápur, fatnað, matvæli, gjafabréf, vekjaraklukku, kerti og bækur, takk fyrir mig:-)
Fór í jólaboð til Steingerðar frænku seinnipartinn á jóladag, Jói, Katrín, Gunnar og mamma komu líka, það var fullt hús af fólki, hangiket og meðlæti og ágætis samverustund með stórfjölskyldunni:-) Þetta í fysta skipti sem ég fer í jólaboð á jóladag síðan afi dó fyrir 4 árum..
Rólegt á annan dag jóla, sjónvarpsgláp, þvottastúss og leti, ristað brauð og kaffi, engin steik þennan dag, enda búin að borða vel tvo daga í röð og gott að hvíla aðeins átið:-)
Í gær kíkti ég aðeins í bæjarferð til að sinna smá erindum og svo komu Jói, Birgir og Gunnar í heimsókn í gærkvöldi:-)
Strákarnir voru orðnir dálítið spenntir fyrir útlandaferðinni sem þeir fara með mömmu sinni í dag og verða fram yfir áramót...
jamm, það snjóaði aðeins á aðfangadag og voru hvít jól fram á annan dag jóla
en þá tók við rigning og rok og núna er hellirigning, hlýtt og nær engin vindur...
Læt þetta nægja í bili.. njótið ykkar..
kv. Sandra lata..