Saturday, December 28, 2019

jólin

Á aðfangadag komu mamma, Jói, Gunnar og Birgir um 5 leytið.

Við borðuðum hamborgarhrygg og meðlæti rúmlega 6 og svo var tekið til við að opna pakkana enda drengirnir orðnir spenntir fyrir pakkahrúgunni:-)




 Mikið stuð í pakkaopnun, strákanir léku sér með dótið, við fengum okkur kaffi og ís og áttum fínustu samverustund til c.a. 22. 00 þegar fólkið fór að tygja sig heim á leið:-)

Ég fékk mikið af allskonar gjöfum; m.a. krem, sápur, fatnað, matvæli, gjafabréf, vekjaraklukku, kerti og bækur, takk fyrir mig:-)

Fór í jólaboð til Steingerðar frænku seinnipartinn á jóladag, Jói, Katrín, Gunnar og mamma komu líka, það var fullt hús af fólki, hangiket og meðlæti og ágætis samverustund með stórfjölskyldunni:-) Þetta í fysta skipti sem ég fer í jólaboð á jóladag síðan afi dó fyrir 4 árum..

Rólegt á annan dag jóla, sjónvarpsgláp, þvottastúss og leti, ristað brauð og kaffi, engin steik þennan dag, enda búin að borða vel tvo daga í röð og gott að hvíla aðeins átið:-)

Í gær kíkti ég aðeins í bæjarferð til að sinna smá erindum og svo komu Jói, Birgir og Gunnar  í heimsókn í gærkvöldi:-)
Strákarnir voru orðnir dálítið spenntir fyrir útlandaferðinni sem þeir fara með mömmu sinni í dag og verða fram yfir áramót...

jamm, það snjóaði aðeins á aðfangadag og voru hvít jól fram á annan dag jóla


 en þá tók við rigning og rok og núna er hellirigning, hlýtt og nær engin vindur...

Læt þetta nægja í bili.. njótið ykkar..
kv. Sandra lata..

Monday, December 23, 2019

jamm

þá er ég komin í jólafrí, gott að fá smá hvíld og hlaða batteríin:-)

Notalegt að hlusta aðeins á jólakveðjurnar í útvarpinu í undirbúningum, var aðeins að þrífa áðan og í gærkvöldi bakaði ég smávegis:-)

Annars erum við búin að öllu, komin heljarinnar pakkahrúga undir tréð, keyptum í matinn í gær og bara smotterí eftir:-)

Strákarnir komu í heimsókn og gistingu 13. des:-)
 Ég, Jói, Katrín, mamma og strákarnir  fórum út að borða 15. des á Aski til að halda upp á afmæli mömmu:-)

Miðvikudaginn 18. des fór ég með Mosfellskórnum að syngja á elliheimilinu hér í Mosó, það gekk vel og áhorfendur voru ánægðir með þetta framtak:-)

Fimmtudagskvöldið 19. des hitti ég vinkonur mínar, Heiði, Gyðu og Kristínu, höfum ekki hist lengi og það var gaman að hitta þær, fengum okkur smákökur og heitt súkkulaði og áttum fína samverustund:-)

Var að vinna 20. des, fórum á jólaball og helgileik í skólanum:-)

Á laugardaginn fór ég í smá búðarferð að kaupa síðustu jólagjafirnar og sitthvað fleira og er nú bara í afslöppun í jólafríinu:-)

Já, svona er nú lífið í sveitinni..
Óska ykur öllum gleðilegra jóla og eigið góðar stundir:-)

Sunday, December 08, 2019

Hef

aðeins verið að dunda mér í jólaundirbúning, búin að senda pakka til vina og fjölskyldu í útlöndum, kíkt í búðir og keypt jólagjafir og svo erum við búin að setja upp nokkur jólaljós sem er svo notalegt í myrkrinu og nokkrar styttur og skraut:-)

Fór með kórnum mínum inn í Garðbæ síðastliðið þriðjudagskvöld til að syngja nokkur jólalög á jólakvöldi kvenfélags Garðarbæjar:-)

Síðastliðið föstudagskvöld fór ég með vinnufélögum mínum á jólahlaðborð á Grand Hótel. Við fengum fullt af góðum mat og kökum, grínuðumst, spjölluðum og hlógum, tókum þátt í happdrætti,  Elvis mætti á svæðið og tók nokkur lög og svo var dansiball fram eftir kvöldi:-)
Fór heim um hálftólf, södd og sæl eftir skemmtilega og flotta samverustund í góðra vina hópi:-)

Í dag fór ég í hádeginu með vinkonum mínum þeim Heiði og Magdalenu á jólahlaðborð á Grand og ég mæli með þessum hlaðborðum hjá þeim, mikið úrval af veitingum.
Við borðuðum, spjölluðum, hlógum og skiptumst á jólagjöfum og áttum góða samverustund :-)

jamm, nóg í bili, eigið góða viku og njótið aðventunnar...
sandra jóló.