Hef
aðeins verið að dunda mér í jólaundirbúning, búin að senda pakka til vina og fjölskyldu í útlöndum, kíkt í búðir og keypt jólagjafir og svo erum við búin að setja upp nokkur jólaljós sem er svo notalegt í myrkrinu og nokkrar styttur og skraut:-)
Fór með kórnum mínum inn í Garðbæ síðastliðið þriðjudagskvöld til að syngja nokkur jólalög á jólakvöldi kvenfélags Garðarbæjar:-)
Síðastliðið föstudagskvöld fór ég með vinnufélögum mínum á jólahlaðborð á Grand Hótel. Við fengum fullt af góðum mat og kökum, grínuðumst, spjölluðum og hlógum, tókum þátt í happdrætti, Elvis mætti á svæðið og tók nokkur lög og svo var dansiball fram eftir kvöldi:-)
Fór heim um hálftólf, södd og sæl eftir skemmtilega og flotta samverustund í góðra vina hópi:-)
Í dag fór ég í hádeginu með vinkonum mínum þeim Heiði og Magdalenu á jólahlaðborð á Grand og ég mæli með þessum hlaðborðum hjá þeim, mikið úrval af veitingum.
Við borðuðum, spjölluðum, hlógum og skiptumst á jólagjöfum og áttum góða samverustund :-)
jamm, nóg í bili, eigið góða viku og njótið aðventunnar...
sandra jóló.
<< Home